Fjórtán mánuðir fyrir tilraun til smygls á kílói af kókaíni Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í fjórtán mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot, en hún reyndi að smygla tæpu kílói af kókaíni til landsins. Konan flutti efnin sem farþegi með flugi frá Lissabon til Keflavíkurflugvallar í lok júní síðastliðinn. 26.8.2022 08:42
Ætlaði sér að bana formanni sænska Miðflokksins Lögregla í Svíþjóð segir að maður, sem stakk konu á sjötugsaldri til bana í Visby á Gotlandi í júlí, hafi ætlað sér að myrða Annie Lööf, formann sænska Miðflokksins. Árásin átti sér stað þann 6. júlí þegar hin árlega stjórnmálavika í Almedalnum fór fram þar sem allir helstu stjórnmálaleiðtogar Svíþjóðar safnast saman. 26.8.2022 08:00
Börkur tekur við rektorsstöðunni af Friðriki Þór Börkur Gunnarsson mun taka við rektorsstöðunni Friðriki Þór Friðrikssyni við Kvikmyndaskóla Íslands þann 1. september næstkomandi og gegna henni þar til að nýr rektor verður ráðinn. 26.8.2022 07:51
Lægðin viðheldur allhvassri norðvestanátt austantil Lægð gærdagsins er enn stödd úti fyrir austurströndinni og viðheldur hún allhvassri norðvestanátt á austanverðu landinu. Vindurinn getur verið varasamur fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. 26.8.2022 07:25
Slökkviliðsstjórar samþykktu sinn fyrsta kjarasamning Slökkviliðsstjórar og aðrir stjórnendur slökkviliða hafa samþykkt sinn fyrsta kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga, en rafrænni kosningu meðal félagsmanna um samninginn lauk í gær. 26.8.2022 07:18
Hátíðarstemning þegar ný kvenna- og fæðingardeild var opnuð Ný kvenna- og fæðingardeild var formlega opnuð á skólalóð ABC barnahjálpar í bænum Rockoko í norðurhluta Úganda fyrr í mánuðinum. Framkvæmdin var fjármögnuð með stuðningi íslenska utanríkisráðuneytisins, nytjamarkaðar ABC og sömuleiðis annarra styrktaraðila. 25.8.2022 14:01
Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir og nauðsynlegt að „rífa plásturinn af“ Grunnskólarnir í Laugardal eru gjörsamlega sprungnir og er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal. Óvissan, sem hafi verið við lýði of lengi, sé óþolandi fyrir skólastjórnendur, kennara, foreldra og börn. 25.8.2022 12:25
Gular viðvaranir og hætta á grjót- og aurskriðum Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Ströndum og Norðurlandi vestra, sem og á Norðurlandi eystra vegna mikillar rigningaspár. 25.8.2022 10:13
Bára Mjöll nýr meðeigandi hjá Langbrók Bára Mjöll Þórðardóttir hefur gengið til liðs við ráðgjafafyrirtækið Langbrók sem meðeigandi. 25.8.2022 08:21
Veittist að kærustunni fyrir framan dóttur hennar Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa veist í tvígang að þáverandi kærustu sinni og þar af í eitt skipti fyrir framan dóttur hennar. 25.8.2022 07:45