Ægir og Týr seldir á 51 milljón króna Líklegast er að varðskipin Ægir og Týr fari úr landi, en afsal vegna sölu ríkisins á skipunum til félagsins Fagurs ehf. var undirritað á skrifstofu Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð í Reykjavík í gær. Mögulegt er að skipunum verði breytt í farþegaskip sem gætu siglt á norðurslóðum enda gætu þau hentað vel til slíkra siglinga. Kaupverðið hljóðar upp á 51 milljón króna. 16.8.2022 11:58
Hættir hjá Landspítala og verður leiðtogi öldrunarþjónustu hjá borginni Anna Sigrún Baldursdóttir, framkvæmdastjóri á Landspítala, hefur verið ráðin skrifstofustjóri og leiðtogi öldrunarmála hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Síðustu níu ár hefur hún starfað sem aðstoðarmaður forstjóra Landspítala og síðar framkvæmdastjóri á Landspítala. 16.8.2022 10:47
Kona skotin um borð í sporvagni í Gautaborg Kona á fertugsaldri var í morgun skotin í kviðinn um borð í sporvagni í sænsku borginni Gautaborg. Árásin átti sér stað í bæjarhlutanum Majorna. 16.8.2022 08:34
Hefur störf sem hagfræðingur BSRB Heiður Margrét Björnsdóttir hefur hafið störf sem hagfræðingur BSRB – heildarsamtaka starfsfólks í almannaþjónustu. Í tilkynningu segir að um sé að ræða nýja stöðu á skrifstofu samtakanna. 16.8.2022 08:22
Lula mælist með forskot á Bolsonaro við upphaf kosningabaráttunnar Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist í könnun með forskot á sitjandi forseta, Jair Bolsonaro, nú þegar kosningabaráttunni hefur formlega verið hleypt af stokkunum. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram þann 2. október næstkomandi. 16.8.2022 07:56
Höfundur Hestahvíslarans fallinn frá Enski rithöfundurinn Nicholas Evans, sem þekktastur er fyrir að hafa ritað skáldsöguna um Hestahvíslarann, er látinn, 72 ára að aldri. 16.8.2022 07:37
Sólríkur dagur en víðáttumikil lægð nálgast Sólríkur dagur er framundan í flestum landshlutum í dag, en það mun þykkna heldur upp suðvestantil á landinu með stöku skúrum þegar líður á daginn. 16.8.2022 07:14
Dönsk prinsessa að skilja Danska prinsessan Natalía og eiginmaður hennar, Alexander Johannsmann, hafa ákveðið að skilja eftir ellefu ára hjónaband. Þau gengu í hjónaband í Bad Berleburg árið 2011 og eiga saman tvö börn. 15.8.2022 13:23
Hófu framkvæmdir við byggingu 87 nýrra íbúða við Skógarveg Fyrsta skóflustunga vegna uppbyggingar 87 nýrra leiguíbúða fyrir sextíu ára og eldri var tekin við Skógarveg í Reykjavík síðastliðinn föstudag. 15.8.2022 11:07