Lægð nálgast úr suðri og fer að rigna í nótt Veðurstofan spáir sunnan golu eða kalda og skúrum í dag, en yfirleitt bjartviðri á norðaustanverðu landinu. 16.6.2022 07:15
Jón Magnús leiðir viðbragðsteymið um bráðaþjónustuna Jón Magnús Kristjánsson hefur verið ráðinn í tímabundið verkefni til að leiða viðbragðstreymi heilbrigðisráðuneytisins um bráðaþjónustu í landinu vegna alvarlegrar stöðu innan hennar. 15.6.2022 14:42
Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15.6.2022 13:09
Íslendingur dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir barnaníð á Spáni Dómstóll á Spáni hefur dæmt íslenskan karlmann um sextugt í átta og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn að minnsta kosti sex börnum í Torre-Pachecho í Múrsíu á suðausturhluta Spánar. Brotin voru framin á árunum 2020 til 2021. 15.6.2022 12:29
49 ára kona ákærð fyrir að þvætta 540 milljarða króna Lögregla í Danmörku hefur ákært 49 ára konu fyrir að hafa reynt að þvætta 29 milljarða danskra króna, um 540 milljarða íslenskra, meðal annars fyrir rússneska auðmenn. 15.6.2022 11:08
Bein útsending: Gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fulltrúar fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans munu gera grein fyrir yfirlýsingu nefndarinnar á blaðamannafundi sem sýndur verður klukkan 9:30 í dag. 15.6.2022 09:00
Lækka hámarkshlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur Gæta þarf þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni og óhóflegur vöxtur útlána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Verði bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata gæti það haft áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Bankinn hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent. 15.6.2022 08:37
Leiguverð sem hlutfall af launum ekki mælst lægra síðan 2013 Umsvif á fasteignamarkaði halda áfram að dragast saman og framboð af íbúðum til sölu er farið að aukast á nýjan leik eftir verulegan samdrátt allt frá því í maí 2020. Hátt hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði í apríl og stuttur sölutími er hins vegar vísbending um að eftirspurnarþrýstingur hafi þó enn verið mikill í mánuðinum. 15.6.2022 08:15
Svisslendingar loka lofthelginni vegna tölvubilunar Flugmálayfirvöld í Sviss lokuðu lofthelgi landsins tímabundið vegna tölvubilunar í nótt og hefur flugferðum til og frá flugvöllum í landinu verið aflýst. 15.6.2022 07:33
Suðlæg átt og hiti að átján stigum norðaustantil Veðurstofan spáir suðlægri átt, þremur til tíu metrum á sekúndu, með skúrum í dag, einkum sunnan- og vestanlands. 15.6.2022 07:16