„Dagurinn gekk eins og vera ber“ Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að óhappið sem varð í Vestmannaeyjahöfn í gær, þar sem ekjubrú Herjólfs laskaðist, hafi ekki haft áhrif á ferðir skipsins í dag. 14.6.2022 16:37
Óskaði eftir kynferðislegum myndum og sendi typpamynd til barns á Snapchat Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða fangelsi og greiðslu 400 þúsund króna í bætur fyrir brot gegn barnaverndarlögum og brot gegn blygðunarsemi eftir að hafa beðið tvo einstaklinga um kynferðislegar myndir og sent þeim typpamyndir á Snapchat. 14.6.2022 15:34
„Getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur“ „Við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, um ástandið í Reynisfjöru þegar kemur að öryggi ferðamanna. Hún hyggst ræða við landeigendur og fulltrúa ferðaþjónustunnar um málið í næstu viku og kveðst opin fyrir því að loka ströndinni tímabundið þegar sjávarföll eru talin lífshættuleg. 14.6.2022 14:47
„Vagnstjórinn hefði ekki getað brugðist við á annan hátt“ „Myndbandsupptaka úr strætisvagninum bendir til að vagnstjórinn hefði ekki getað brugðist við á annan hátt.“ 14.6.2022 13:31
2,5 milljarðar til að bregðast við alvarlegri stöðu í landbúnaði Sérstakur spretthópur matvælaráðherra hefur lagt til að greitt verði samtals um 2,5 milljarða álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi búvörusamningum til bænda til að bregðast við alvarlegri stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. 14.6.2022 12:03
„Menn hjálpast að, „play nice““ Niceair fór í sitt fyrsta samstarfsverkefni í gær þegar Airbus-vél félagsins flaug utan til Gautaborgar í Svíþjóð fyrir flugfélagið Play. 14.6.2022 10:47
Sterkt bandalag vinstriflokka ógnar meirihluta Macron Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta og bandalag vinstri flokka sem leitt er af Jean-Luc Mélenchon virðast nær hnífjöfn eftir fyrstu umferð frönsku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 13.6.2022 08:01
Hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja Elísabet II Englandsdrottning hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja í mannkynssögunni. Frá og með deginum í dag hefur nú verið drottning í sjötíu ár og 127 daga, en einungis Loðvík XIV, konungur Frakklands á sautjándu og átjándu öld, sat lengur á valdastóli eftir að hafa tekið við krúnunni fjögurra ára gamall. 13.6.2022 07:37
Væta um landið sunnan- og vestanvert en þurrt norðaustantil Veðurstofan spáir suðlægum áttum og vætu um landið sunnan- og vestanvert, en þurrt norðaustantil. 13.6.2022 07:13
Halldór Jónatansson er látinn Halldór Jónatansson, lögfræðingur og fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar, er látinn, níutíu að aldri. Hann lést á miðvikudaginn. 10.6.2022 14:47