Harpa nýr fjármálastjóri Norvik Harpa Vífilsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Norvik, móðurfélag BYKO. Hún tekur við starfinu af Brynju Halldórsdóttur sem hefur ákveðið að hætta störfum. 18.5.2022 09:54
Of margir farþegar og tvö börn ekki í belti Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt bíl í hverfi 108 í Reykjavík þar sem of margir farþegar voru í bílnum. Auk þess voru tvö börn í bílnum ekki í bílbelti. 18.5.2022 08:32
Dæmdur fyrir að stinga mann í bakið og bíta og hóta lögreglumanni lífláti Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í átján mánaða fangelsi meðal annars fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa stungið mann í bakið með borðhníf og sömuleiðis fyrir að hafa bitið og hótað lögreglumanni lífláti. 18.5.2022 07:50
Úrkoma víða um land í dag Úrkomubakki kemur inn á austanvert landið og færist svo til norðurs og vesturs í dag. Samt sem áður snertir hann Suðurland og sunnanverðan Faxaflóa lítið sem ekkert, en á móti má búast við skúrum á víð og dreif, einkum síðdegis og í kvöld. 18.5.2022 07:13
Tryggja sér 300 milljónir króna til að koma jafnréttislausn á alþjóðamarkað Íslenska fyrirtækið Empower hefur tryggt sér 300 milljóna króna fjármögnun frá Frumtaki og Tennin til að styðja við þróun og markaðssetningu á hugbúnaðarlausninni Empower NOW. Greint var frá þessu í morgun en stefnt er að því að hugbúnaðarlausnin fari á alþjóðlegan markað á næsta ári. 18.5.2022 07:00
Sveitarstjórinn fékk flest atkvæði í Súðavíkurhreppi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, fékk flest atkvæði í óhlutbundnum kosningum í Súðavíkurhreppi síðastliðinn laugardag. Hlutkesti réði því hverjir tóku fjórða og fimmta sætið í sveitarstjórn. 17.5.2022 14:39
Munaði þrettán atkvæðum á listum í Svalbarðsstrandarhreppi Þrettán atkvæðum munaði á listunum tveimur sem buðu fram í Svalbarðsstrandarhreppi í Eyjafirði í kosningunum á laugardag. Svo fór að A-listinn fékk 128 atkvæði og þrjá menn kjörna, en Ö-listinn 115 atkvæði og tvo menn kjörna. 17.5.2022 13:49
Yfirgnæfandi meirihluti greiddi atkvæði með NATO-aðild Yfirgnæfandi meirihluti á finnska þinginu greiddi í hádeginu atkvæði með tillögu um að landið sæki um aðild að NATO. 17.5.2022 13:12
Mark Zuckerberg á Íslandi Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er sagður hafa lent í einkaflugvél sinni á Akureyrarflugvelli í dag. 17.5.2022 12:43
Hlutkesti skilaði Önnu Jónu í sveitarstjórn í Fljótsdalshreppi Jóhann Frímann Þórhallsson hlaut flest atkvæði í sveitarstjórn í óbundinni kosningu til sveitarstjórnar í Fljótsdalshreppi á laugardag. Grípa þurfti til hlutkestis til að ákvarða hver myndi skipa fimmta sætið í sveitarstjórn. 17.5.2022 11:55