Einar Freyr verður sveitarstjóri Mýrdalshrepps eftir sigur B-lista B-listi Framsóknar og óháðra tryggði sér þrjá fulltrúa í sveitarstjórn Mýrdalshrepps í kosningunum á laugardag og hélt þar með meirihluta sínum. A-listi Allra náði inn tveimur mönnum. 17.5.2022 11:25
Sjálfstæðismenn náðu meirihluta í Hrunamannahreppi Sjálfstæðisflokkurinn og óháðir náðu inn þremur mönnum í sveitarstjórn Hrunamannahrepps í kosningum laugardagsins og eru því í meirihluta. L-listinn náði inn tveimur mönnum. 17.5.2022 10:35
Næststærsti sigur lista á landinu var í Bláskógabyggð T-listinn vann sigur í kosningum til sveitarstjórnar í Bláskógabyggð á laugardaginn og tryggði sér fimm fulltrúa af sjö í sveitarstjórn. Þ-listinn náði inn tveimur mönnum. 17.5.2022 10:07
Gísli Gunnar hlaut flest atkvæði í Grýtubakkahreppi Gísli Gunnar Oddgeirsson hlaut flest atkvæði til sveitarstjórnar í Grýtubakkahreppi í kosningum laugardagsins. Kosningin var óhlutbundin þar sem engir framboðslistar bárust. 17.5.2022 08:50
Eva Laufey ráðin markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur verið ráðin sem markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups. 17.5.2022 08:41
Fimm ferðaþjónustufyrirtæki sameinast undir nafni Icelandia Fimm ferðaþjónustufyriræki – Reykjavík Excursions/Kynnisferðir, Icelandic Mountain Guides, Iceland Rovers, Dive.is og Flybus – verða sameinuð undir merkjum regnhlífaheitisins Icelandia. Er ætlunin með nýju nafni að með skapa brú milli fyrirtækjanna með samlegðaráhrifum í markaðsstarfi. 17.5.2022 08:26
Andlát vegna Covid-19 nokkuð fleiri hér á landi en áður var talið Yfirferð dánarvottorða hjá embætti landlæknis hefur leitt í ljós að samtals hafi orðið 153 andlát á Íslandi vegna Covid-19 frá upphafi faraldurs árið 2020 til 1. apríl síðastliðinn. Dauðsföll vegna Covid-19 eru því nokkuð fleiri en opinberar tölur höfðu áður sagt til um, en á síðunni covid.is sagði í síðustu viku að 120 manns hafi látist á Íslandi vegna sjúkdómsins. 17.5.2022 07:26
Heldur skýjaðra en í gær og sums staðar rigning Heldur skýjaðara verður á landinu í dag samanborið við í í gær og má búast við rigningu suðaustantil og jafnvel gætu komið nokkrir dropar um landið suðvestanvert eftir hádegi og fram á kvöld. 17.5.2022 07:13
J-listi Grósku með meirihluta í Hörgársveit J-listi Grósku hlaut flest atkvæði og tryggði sér meirihluta fulltrúa í sveitarstjórn Hörgársveitar í kosningunum á laugardaginn. H-listi Hörgársveitar fékk tvo fulltrúa kjörna. 16.5.2022 14:54
Ö-listi með fjóra fulltrúa af fimm í Skaftárhreppi Ö-listi Öflugs samfélags tryggði sér fjóra fulltrúa af fimm í sveitarstjórn Skaftárhrepps í kosningunum á laugardag. Sjálfstæðismenn náðu inn einum manni. 16.5.2022 14:42