Lægð nálgast úr suðvestri með rigningu eða slyddu Lægð nálgast nú landið úr suðvestri og koma skilin að Suðvesturlandi fyrir hádegi og fara norðaustur yfir landið í dag. 5.5.2022 07:09
Banna bílasölum að auglýsa tilboð á notuðum bílum án fyrra verðs Neytendastofa hefur bannað bílasölunum Bílakaupum ehf. og Netbílum ehf. að auglýsa tilboð á notuðum bílum án þess að tilgreina fyrra verð. Þetta er gert eftir að bílasölurnar brugðust ekki við erindum stofnunarinnar og gerðu ekki úrbætur á vefsíðum sínum. 4.5.2022 13:03
Erla Sigríður skipuð skólameistari Flensborgar Erla Sigríður Ragnarsdóttir hefur verið skipuð skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði til fimm ára. Hún var valin úr hópi fimm umsækjenda. 4.5.2022 11:08
Niðurstaða viðræðna um nýja þjóðarhöll kynnt á föstudag Niðurstaða úr viðræðum ríkisins og Reykjavíkurborgar um nýja þjóðarhöll fyrir handbolta, körfubolta og aðrar innanhússíþróttir verður kynnt á fundi borgarráðs á morgun. Málið er svo á dagskrá ríkisstjórnar á föstudaginn og verður niðurstaðan kynnt opinberlega í kjölfar þess fundar. 4.5.2022 10:54
Fyrrverandi forseti Hvíta-Rússlands látinn Stanislav Shúshkevitsj, fyrrverandi forseti Hvíta-Rússlands, er látinn, 87 ára að aldri. 4.5.2022 09:58
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4.5.2022 08:30
Ólafur Ólafsson er látinn Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, er látinn, 93 ára að aldri. 4.5.2022 07:51
Tilkynnt um líkamsárás í Grafarholti Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út um klukkan tvö í nótt vegna líkamsárásar í Grafarholti. 4.5.2022 07:32
Dálítil él norðanlands og skúrir suðaustanlands Veðurstofan spáir minnkandi norðlægri átt í dag, fimm til þrettán metrar á sekúndu en lægir smám saman í dag. Dálítil él á norðanverðu landinu og skúrir suðaustanlands, en annars yfirleitt þurrt. 4.5.2022 07:10
92 sagt upp í hópuppsögnum í síðasta mánuði Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í apríl þar sem 92 starfsmönnum var sagt upp störfum. 3.5.2022 13:09