Fyrrverandi aðalhagfræðingur Landsbankans skipaður skrifstofustjóri Daníel Svavarsson hefur verið skipaður skrifstofustjóri á skrifstofu verðmætasköpunar í menningar- og viðskiptaráðuneytinu frá 1. maí síðastliðnum. 3.5.2022 10:48
Spinal Tap-trommarinn látinn Breski trommarinn Ric Parnell, sem fór með hlutverk trommarans Mick Shrimpton í sýndarsveitinni Spinal Tap, er látinn, 70 ára að aldri. 3.5.2022 10:04
Bein útsending: Loftslagsdagurinn 2022 Loftslagsdagurinn 2022 fer fram í Hörpu milli klukkan 10:30 og 16 í dag þar sem meðal annars verður fjallað um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, neysludrifna losun, innra kolefnisverð, náttúrumiðaðar lausnir og aðlögun og orkuskipti. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. 3.5.2022 10:00
Páll tekur við starfi skólastjóra Vallaskóla Páll Sveinsson hefur verið ráðinn í starf skólastjóra Vallaskóla á Selfossi frá og með 1. ágúst 2022. Hann mun taka við starfinu af Guðbjarti Ólasyni. 3.5.2022 09:24
Þarf að greiða 32 milljónir í sekt vegna skattalagabrota Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt mann til greiðslu tæplega 32 milljóna króna í sekt til ríkissjóðs vegna meiriháttar brota gegn skattalögum. 3.5.2022 08:51
Leita að fanga sem slapp með aðstoð fangavarðar í Alabama Mikil leit er nú gerð að strokufanga í Alabama í Bandaríkjunum sem virðist hafa sloppið úr fangelsi með aðstoð fangavarðar, sem einnig er leitað. 3.5.2022 08:02
Úrkoma um land allt Dálítil lægð gengur austur yfir land í dag og fylgir henni austan og norðaustan kaldi eða strekkingur. Heldur hvassara verður í vindstrengjum norðvestantil á landinu. 3.5.2022 07:41
Handtók tvo menn vopnaða öxi í Árbæ Lögreglan þurfti í gærkvöldi að hafa afskipti af tveimur mönnum í Árbæ sem voru á ferli í hverfinu í annarlegu ástandi vopnaðir öxi. Þeir voru settir í fangageymslu uns hægt verður að ræða við þá. 3.5.2022 07:23
Lætur kanna kosti og galla sameiningar Landgræðslunnar og Skógræktarinnar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur látið hefja forathugun á sameiningu Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar. 2.5.2022 14:24
Breytingar á framkvæmdastjórn Samkaupa Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, kynnti í dag breytingar á framkvæmdastjórn Samkaupa. 2.5.2022 14:04