Kolbrún leiðir lista Flokks fólksins í Reykjavík Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi og sálfræðingur, skipar fyrsta sætið á lista Flokks fólksins í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga sem fram fara 14. maí næstkomandi. 7.4.2022 09:22
Magnús segir þungbært að sjá greiddar bætur til fólks sem kom fjórmenningunum í fangelsi Magnús Leópoldsson, einn þeirra fjögurra sem sat að ósekju rúma hundrað daga í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálum, segir það þungbært fyrir sig og félaga sína horfa upp á fólkið sem dró þá saklausa inn í málið nú fá greiddar „himinháar bætur, án þess að fyrir liggi niðurstaða Hæstaréttar um hvort og hvað þá hvaða áhrif sök þeirra eigi að hafa á bótagreiðslur.“ 7.4.2022 07:51
Tveir handteknir vegna líkamsárásar í Kópavogi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna ýmissa mála í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um líkamsárás í hverfi 201 í Kópavogi þar sem tveir voru handteknir grunaðir um verknaðinn. 7.4.2022 07:19
Bjart veður framan af degi um sunnanvert landið Útlit er fyrir bjart veður framan af degi um landið sunnanvert, en vindur verður hægari um allt land en í gær. Eins verður minni ofankoma fyrir norðan og austan. 7.4.2022 07:07
Ríkisstjórn Naftali Bennett missir þingmeirihlutann Ríkisstjórn ísraelska forsætisráðherrans Naftali Bennett hefur misst meirihluta sinn á þingi eftir að einn lykilmanna innan stjórnarliðsins ákvað að segja skilið við stjórnarflokkinn Yamina vegna deilna um gerjuð matvæli og hefðir gyðinga. 6.4.2022 13:24
Þjóðminjavörður skipaður skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innri þjónustu í forsætisráðuneytinu. Margrét hefur gegnt stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. 6.4.2022 11:21
Vladimír Sjírínovskí látinn af völdum Covid-19 Rússneski stjórnmálamaðurinn og öfgaþjóðernissinninn Vladimír Sjírínovskí er látinn, 75 ára að aldri. Hann lést af völdum Covid-19 og hafði legið inni á sjúkrahúsi vegna veikindanna um margra vikna skeið. 6.4.2022 11:13
Ed Sheeran hafði betur í Shape of You-máli Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafði betur í höfundarréttarmáli þar sem hann var sakaður um lagastuld í tengslum við stórsmellinn Shape of You sem hann gaf út árið 2017. Dómur í málinu féll í morgun. 6.4.2022 10:07
Hyggst birta lista yfir kaupendur í Íslandsbanka ef lög leyfa Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur leitað til Bankasýslu ríkisins og óskað eftir lista yfir þá sem keyptu hlut í Íslandsbanka í útboðinu sem fram fór á dögunum þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut í bankanum. Hann segir listann verða birtan telji Fjármálaeftirlit Seðlabankans slíkt standast lög. 6.4.2022 07:50
Norðanátt, kalt og hvasst á stöku stað Veðurstofan spáir norðanátt í dag, víða kalda eða strekking, en hvassara á stöku stað í vindstrengjum sunnan undir fjöllum. 6.4.2022 07:16