Tómas Birgir leiðir Nýja óháða listann í Rangárþingi eystra Tómas Birgir Magnússon, ferðaþjónustuaðili og íþróttakennari, mun skipa efsta sætið á lista Nýja óháða listans í Rangárþingi eystra í sveitarstjórnarkosningunum í maí. 1.4.2022 10:37
Benóný Valur leiðir lista Samfylkingarinnar og félagshyggjufólks í Norðurþingi Benóný Valur Jakobsson mun áfram leiða lista Samfylkingarinnar og félagshyggjufólks í Norðurþingi í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fram fara þann 14. maí. 1.4.2022 10:24
Sex manns greinst þrisvar með Covid-19 Sex manns hafa greinst þrisvar sinnum með Covid-19 hér á landi frá upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Alls hafa um fjögur þúsund greinst með endursmit sem skilgreint er á þann veg að sami einstaklingur greinist tvisvar og 60 dagar eða meira séu á milli greininga. 1.4.2022 09:54
Bein útsending: Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Reykjavík Fundur um húsnæðismál í Reykjavík fer fram í dag þar sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, mun fara yfir nýjar áherslur og aukinn kraft í uppbyggingu íbúða. 1.4.2022 09:05
Gísli ákærður fyrir brot í nánu sambandi Athafnamaðurinn Gísli Hauksson hefur verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist á þáverandi sambýliskonu sína með ofbeldi á heimili þeirra í Reykjavík í maí 2020. 1.4.2022 08:27
Sænski grínistinn Sven Melander látinn Sænski grínistinn Sven Melander er látinn, 74 ára að aldri. Hann hafði glímt við krabbamein um nokkurt skeið og segir í tilkynningu að hann hafi andast á heimili sínu í faðmi fjölskyldu sinnar. 1.4.2022 08:07
Kölluð út vegna kaffihúsagests sem neitaði að fara af salerninu við lokun Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti talsverðum fjölda ólíkra verkefna í gærkvöldi og í nótt. Lögregla var meðal annars kölluð út vegna manns sem var sofandi í leigubíl, hunds sem hafði bitið vegfarenda, manns sem var á gangi með umferðarskilti, samkvæmishávaða víða um borg og manna sem voru að ganga á bílum. 1.4.2022 07:41
Hæg sunnanátt og víða þurrt á landinu Veðurstofan spáir hægri sunnanátt í dag þar sem hiti fer upp í þrjú til átta stig en á Austfjörðum verður hiti nálægt frostmarki. 1.4.2022 07:13
Ámælisvert að reglum hafi ekki verið fylgt þegar slys varð hjá vitateyminu Rannsóknarnefnd samgönguslysa gerir athugasemdir við að starfsmanni á vegum Vegagerðarinnar hafi ekki verið komið undir læknishendur við fyrsta tækifæri eftir að hann hafi fallið útbyrðis úr gúmmíbát þar sem hann hafi auk tveggja annarra verið á leið í land eftir að hafa sinnt viðgerðum á vitanum á Þormóðsskeri í nóvember 2020. 1.4.2022 07:01
Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. 31.3.2022 14:43