varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stærri skjálfti í Bárðar­bungu vegna kviku­söfnunar

Skjálfti 4,1 að stærð varð í Bárðarbunguöskjunni klukkan 7:02 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Náttúruvársérfræðingur segir skjálftann í morgun, og fyrri skjálftar á svæðinu á síðustu mánuðum, skýrast af kvikusöfnun. Engin merki eru um gosóróa.

Vil­hjálmur nýr for­maður Starfs­greina­sam­bandsins

Vilhjálmur Birgisson hefur verið kjörinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu.

Sigurður Torfi leiðir lista VG í Ár­borg

Sigurður Torfi Sigurðsson ráðunautur leiðir lista Vinstri grænna í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara 14. maí. Listinn var samþykktur á félagsfundi VG í Árborg í gærkvöld.

Sam­mælast um vopna­hlé í Tigray-héraði

Stjórnvöld í Eþíópíu lýstu í morgun yfir ótímabundið vopnahlé af mannúðarástæðum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins þar sem stríð hefur geisað frá árinu 2020. Ástæðan er að gefa íbúum á stríðssvæðunum færi á að taka á móti hjálpargögnum.

Berg­hildur Erla, Sunna Karen og Kompás til­nefnd til Blaða­manna­verð­launa

Umfjallanir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um barnaheimilið á Hjalteyri, lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og undirheima Íslands þar sem lýst er baráttu við skatt- og bótasvik eru allar tilnefndar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands í ár.

Mikil bleiking í Kóral­rifinu mikla

Loftmyndir af Kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu sýna að svokölluð bleiking er hafin á 1.200 kílómetra löngu svæði. Slíkir atburðir verða æ algengari en bleikingin veldur dauða kórallana.

Sandra leiðir lista Okkar Hvera­gerðis

Sandra Sigurðardóttir, íþrótta- og heilsufræðingur og athafnakona skipar efsta sæti lista framboðsins Okkar Hveragerðis sem býður fram í sveitarstjórnarkosningunum í maí næstkomandi. Framboðslisti var kynntur á fundi á Rósakaffi í Hveragerði í gær.

Skil mjakast norð­austur yfir landið

Skil mjakast norðaustur yfir landið í dag og fylgja þeim austan og suðaustan tíu til átján metrar á sekúndu og slydda eða snjókoma. Reikna má með hægari vindi um landið austanvert og að víða verði vægt frost.

Sjá meira