Tekur við stöðu forstöðumanns Hagfræðideildar Landsbankans Una Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Hagfræðideildar Landsbankans. 24.3.2022 15:23
Kanna möguleika á að koma upp álendurvinnslu í Helguvík Reykjanesbær og bandaríska fyrirtækið Almex USA Inc, í gegnum íslenskt dótturfélag, hafa náð samkomulagi um að skoða möguleika þess að setja upp umhverfisvæna endurvinnslu á áli í Helguvík. 24.3.2022 14:44
Munu kjósa milli fjögurra nafna á sameinuðu sveitarfélagi Íbúar Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit munu kjósa milli fjögurra tillagna að nafni á sameiginlegu sveitarfélagi í rafrænni skoðanakönnun í næsta mánuði. Valið stendur milli nafnanna Goðaþings, Laxársveitar, Suðurþings og Þingeyjarsveitar. 24.3.2022 14:29
Stoltenberg mun ekki taka við sem seðlabankastjóri Noregs Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, mun ekki taka við stöðu seðlabankastjóra Noregs í október líkt og til stóð. 24.3.2022 13:35
Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Ársfundur Landsvirkjunar fer fram í Hörpu í Reykjavík í dag og hefst klukkan 14. Yfirskrift fundarins er Tökum vel á móti framtíðinni og verður hægt að fylgjast með honum í spilaranum hér að neðan. 24.3.2022 13:30
Hallfríður leiðir lista Miðflokksins í Grindavík Hallfríður Hólmgrímsdóttir bæjarfulltrúi mun leiða lista Miðflokksins í Grindavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fara í maí. 24.3.2022 13:05
Tilkynnt um slagsmál á Laugavegi, líkamsárás og hávært píp Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt og í morgun þar sem meðal annars var tilkynnt um líkamsárás, slagsmál og hávært píp sem hélt vöku fyrir íbúum í miðborg Reykjavíkur. 24.3.2022 11:46
Segja Stoltenberg verða ár lengur í embætti Jens Stoltenberg mun framlengja tíð sína sem framkvæmdastjóri NATO um eitt ár en til stóð að hann myndi láta af embætti næsta haust. Ástæðan er ástandið vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir sléttum mánuði. 24.3.2022 10:47
Magnús Þór ráðinn forstjóri RARIK Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Faxaflóahafna, hefur verið ráðinn í starf forstjóra RARIK ohf. og tekur hann við starfinu 1. maí næstkomandi. 24.3.2022 09:57
Fjögur iðnfyrirtæki sameinast undir nafni Kamba Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga hafa nú sameinast undir einu nafninu Kambar. 24.3.2022 09:54