Sigurður leiðir lista Bæjarlistans í Hafnarfirði Sigurður P. Sigmundsson hagfræðingur mun leiða lista Bæjarlistans í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fram fara 14. maí næstkomandi. 24.3.2022 08:32
Ráðinn ráðgjafi á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um eyðimerkursamninginn Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmaður, hefur tekið við starfi ráðgjafa framkvæmdastjóra á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um samning stofnunarinnar um varnir gegn eyðimerkurmyndun. Stofnunin er með aðsetur í þýsku borginni Bonn. 24.3.2022 07:49
Aðstandendur og íbúar fara fram á 162 milljónir króna bætur Aðstandendur þeirra sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg 1 sumarið 2020 og aðrir fyrrverandi íbúar hússins hafa farið fram á bætur upp á 162 milljónir króna. 24.3.2022 07:21
Rigning eða súld þegar lægð gengur yfir landið Dálítil lægð gengur nú norðaustur yfir landið og spáir Veðurstofan að víða megi gera ráð fyrir suðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu fyrri part dags og rigning eða súld með köflum. Hiti verður á bilinu tvö til tíu stig. 24.3.2022 06:56
Bein útsending: Kynnir úthlutun úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun tilkynna um úthlutun ársins úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða á fundi sem streymt verður frá og hefst klukkan 14:30. 23.3.2022 14:01
Blæs nýju lífi í Roxette tveimur árum eftir dauða söngkonunnar Rúmum tveimur árum eftir andlát Marie Frederiksson hefur Per Gessle ákveðið að blása nýtt líf í sænsku sveitina Roxette. Sveitin mun halda áfram en fá nýtt nafn og nýjar söngkonur. 23.3.2022 13:30
Guðni og Eliza heimsækja Langanesbyggð og Vopnafjörð Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú halda í opinbera heimsókn til Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps á morgun og á föstudag. 23.3.2022 13:26
Valgerður Björk leiðir lista Beinnar leiðar í Reykjanesbæ Valgerður Björk Pálsdóttir, doktorsnemi í stjórnmálafræði, leiðir lista Beinnar leiðar í Reykjanesbæ í sveitarstjórnarkosningum sem fram fara 14. maí næstkomandi. 23.3.2022 12:03
Kemur til Kaptio frá Icelandair Ásgeir Einarsson hefur verið ráðinn þróunarstjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kaptio. Hann hefur starfað sem hugbúnaðararkitekt og teymisstjóri hjá Icelandair síðustu árin. 23.3.2022 10:00
Annar flugrita kínversku vélarinnar fundinn Leitarlið hefur fundið annan af flugritum farþegavélarinnar sem hrapaði í suðurhluta Kína á mánudaginn. Ekki er liggur fyrir hvort um sé að ræða ferðritann eða hljóðritann en hann er mikið skemmdur að því er segir í frétt AP. 23.3.2022 09:48