Fær bætur eftir að hafa slasast við fall úr gölluðum hárgreiðslustól Atli Ísleifsson skrifar 2. maí 2022 09:51 Slysið varð árið 2017 þegar konan var að hagræða sér í stólnum og armurinn brotnaði. Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu úr frjálsri ábyrgðartryggingu hárgreiðslustofu eftir að viðskiptavinur stofunnar slasaðist eftir að hafa fallið úr stól á stofunni og á gólfið. Slysið bar að með þeim hætti að viðskiptavininum var boðið sæti í hárgreiðslustól sem gaf sig þannig að hann féll í gólfið. Sagðist viðskiptavinurinn, kona, hafa ætlað að hagræða sér í stólnum á meðan hún studdi sig við arma hans en annar armurinn hefði þá brotnað skyndilega undan stólnum með fyrrgreindum afleiðingum. Konan leitaði til heilsugæslunnar eftir slysið en hún var þá hölt og mjög slæm í hálsi, baki og öxl eftir fallið. Var henni vísað í sjúkraþjálfun en losnaði þó ekki við verkina. Upplýsti ekki hver gerði við stólinn Ekki var deilt um málsatvik heldur einskorðaðist ágreiningurinn við um hvort um hafi verið að ræða óhapp sem enginn bæri ábyrgð á eða hvort hárgreiðslustofan bæri ábyrgð á slysinu með þeim hætti að viðurkennd yrði bótaskylda vegna slyssins úr frjálsri ábyrgðartryggingu sem stofan er með hjá tryggingafélaginu Sjóvá. Eftir slysið var ákveðið að ráðast í lagfæringar á gölluðum stólnum, en stefnandi taldi nauðsynlegt að viðgerðarmaðurinn gæfi skýrslu fyrir dómi til að hægt væri að varpa betur ljósi á hvað hafi valdið slysinu. Eigandi hárgreiðslustofunnar vildi þó ekki upplýsa hver hafi gert við stólinn þar sem hann taldi það ekki skipta máli. Viðurkennd bótaskylda Í dómnum segir að ekki verið framhjá því litið að athafnaleysi stefnda og skortur á að veita umbeðnar upplýsingar af hálfu vátryggingartaka hafi verið til þess fallið að koma í veg fyrir að stefnandi gæti tryggt sér frekari sönnun í málinu. „Af þessu verður stefndi að bera halla og verður því lagt til grundvallar að vátryggingartaki beri sakarábyrgð á því að hársnyrtistóll sá sem um ræðir hafi brotnað við þá eðlilegu notkun að stefnandi settist í hann til að þiggja þjónustu vátryggingartaka. Verður því viðurkennd bótaskylda stefnda vegna líkamstjóns stefnanda sem af því hlaust,“ segir í dómnum. Stefnandi naut gjafsóknar en stefnandi er gert að standa straum af málskostnaði, 1.350 þúsund krónur. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira
Slysið bar að með þeim hætti að viðskiptavininum var boðið sæti í hárgreiðslustól sem gaf sig þannig að hann féll í gólfið. Sagðist viðskiptavinurinn, kona, hafa ætlað að hagræða sér í stólnum á meðan hún studdi sig við arma hans en annar armurinn hefði þá brotnað skyndilega undan stólnum með fyrrgreindum afleiðingum. Konan leitaði til heilsugæslunnar eftir slysið en hún var þá hölt og mjög slæm í hálsi, baki og öxl eftir fallið. Var henni vísað í sjúkraþjálfun en losnaði þó ekki við verkina. Upplýsti ekki hver gerði við stólinn Ekki var deilt um málsatvik heldur einskorðaðist ágreiningurinn við um hvort um hafi verið að ræða óhapp sem enginn bæri ábyrgð á eða hvort hárgreiðslustofan bæri ábyrgð á slysinu með þeim hætti að viðurkennd yrði bótaskylda vegna slyssins úr frjálsri ábyrgðartryggingu sem stofan er með hjá tryggingafélaginu Sjóvá. Eftir slysið var ákveðið að ráðast í lagfæringar á gölluðum stólnum, en stefnandi taldi nauðsynlegt að viðgerðarmaðurinn gæfi skýrslu fyrir dómi til að hægt væri að varpa betur ljósi á hvað hafi valdið slysinu. Eigandi hárgreiðslustofunnar vildi þó ekki upplýsa hver hafi gert við stólinn þar sem hann taldi það ekki skipta máli. Viðurkennd bótaskylda Í dómnum segir að ekki verið framhjá því litið að athafnaleysi stefnda og skortur á að veita umbeðnar upplýsingar af hálfu vátryggingartaka hafi verið til þess fallið að koma í veg fyrir að stefnandi gæti tryggt sér frekari sönnun í málinu. „Af þessu verður stefndi að bera halla og verður því lagt til grundvallar að vátryggingartaki beri sakarábyrgð á því að hársnyrtistóll sá sem um ræðir hafi brotnað við þá eðlilegu notkun að stefnandi settist í hann til að þiggja þjónustu vátryggingartaka. Verður því viðurkennd bótaskylda stefnda vegna líkamstjóns stefnanda sem af því hlaust,“ segir í dómnum. Stefnandi naut gjafsóknar en stefnandi er gert að standa straum af málskostnaði, 1.350 þúsund krónur.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira