Enn fjölgar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 77 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um átta á milli daga. Karlmaður á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild á spítalanum í gær. 10.3.2022 11:11
Hátt í helmingur hlynntur ESB-aðild Íslands og þriðjungur mótfallinn Hátt í helmingur landsmanna er hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) en þriðjungur mótfallinn. Umtalsvert fleiri eru hlynntir ESB-aðild nú en þegar spurt var fyrir átta árum síðan. 10.3.2022 10:20
Guðmundur hættur störfum í bæjarstjórn Kópavogs Guðmundur Gísli Geirdal er hættur störfum sem bæjarfulltrúi í Kópavogi. Bæjarstjórn samþykkti beiðni Guðmundar um lausn frá störfum bæjarstjórnar og annarra trúnaðarstarfa fyrir bæjarstjórn Kópavogs til loka kjörtímabils á fundi sínum síðdegis á þriðjudag. 10.3.2022 09:56
Svíar stórauka framlög sín til varnarmála Sænska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að til standi að stórauka framlög til varnarmála og að miðað verði við að tvö prósent af vergri landsframleiðslu verði lögð til málaflokksins. Þá verður fleirum gert að gegna herskyldu. 10.3.2022 09:01
Íhaldsmaður kjörinn nýr forseti Suður-Kóreu Íhaldsmaðurinn Yoon Suk-yeol er nýr forseti Suður-Kóreu. Hann vann nauman sigur í forsetakosningum þar sem hann hafði betur gegn Lee Jae-myung, frambjóðenda stjórnarflokksins Lýðræðsflokksins. 10.3.2022 08:23
Kappkosta við þjálfun starfsfólks til að geta sinnt verkefnum kollega sinna á flótta í Úkraínu Starfsmenn tölvuöryggisfyrirtækisins Cyren í Hafnarfirði vinna nú hörðum höndum að því að þjálfa starfsmenn sína þannig að þeir geti tekið að sér verkefni sem hafa verið á könnu kollega sinna á starfstöð fyrirtækisins í Kænugarði í Úkraínu. Starfsmenn fyrirtækisins í Úkraínu hafa margir neyðst til að flýja höfuðborgina á síðustu dögum og hefur því þurft að bregðast við með undirbúa flutning verkefna annað til að hægt sé að tryggja áfram tölvu- og netvarnir viðskiptavina alls staðar um heim. 10.3.2022 07:31
Fimmtán flugfélög með reglulegt flug til Íslands í ár og 25 í sumar Fimmtán flugfélög hyggjast fljúga hingað til lands reglulega í ár og alls munu 25 bjóða upp á flug til Íslands í sumar. Árið 2019, fyrir heimsfaraldur, voru það fjórtán flugfélög sem flugu allan ársins hring til Íslands, en líkt og í ár voru það 25 flugfélög sem flugu til Íslands sumarið 2019. 10.3.2022 07:15
Hvöss suðaustanátt með rigningu og hlýnandi veðri Veðurstofan spáir nokkuð hvassri suðaustanátt í dag með rigningu og hlýnandi veðri, en snjókomu eða slyddu fram eftir degi norðvestantil á landinu. 10.3.2022 07:08
Fundu hið týnda skip Ernest Shackleton 107 árum eftir að það sökk Vísindamenn hafa fundið og myndað flak Endurance, skip breska heimskautafarans Sir Ernest Shackletons, 107 árum eftir að það sökk. Flakið fannst á botni Weddel-hafs, undan ströndum Suðurskautslandsins, og þykir fundurinn einn sá merkasti í sögunni. 9.3.2022 14:54
Ingibjörg áfram formaður FEB Ingibjörg H. Sverrisdóttir var í gær endurkjörin formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Gullhömrum í Reykjavík í gær. 9.3.2022 14:04