DR hefur eftir Kofod að Rússarnir hafi staðið fyrir njósnum á danskri jörð. „Við viljum senda Rússum skýr skilaboð um að njósnir á danskri jörð séu óásættanlegar.“
Ráðherrann sagði Rússana hafa fjórtán daga til að koma sér úr landi. Brottvísunina má rekja til innrásar Rússa inn í Úkraínu og þá sérstaklega í kjölfar frétta mannfalli í bænum Bucha þar sem margir vilja meina að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi.
Danir eru ekki fyrsta ríkið til að vísa rússneskum embættismönnum úr landi, en greint var frá því í gær að Þjóðverjar myndu vísa fjörutíu sendifulltrúa Rússlands úr landi og Frakkar 35. Þá hafa Ítalir ákveðið að vísa þrjátíu rússneskum embættismönnum úr landi.