Margir teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði fjölda ökumanna vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í gærkvöldi og í nótt. 7.3.2022 07:20
Vaxandi austanátt og fer að snjóa í kvöld Veðurstofan spáir suðvestanátt, víða fimm til þrettán metra á sekúndu, og éljum, en léttskýjuðu norðaustan- og austanlands. 7.3.2022 07:13
Bein útsending: Kynna sigurtillögu um gagngera breytingu á Lækjartorgi Opinn fundur um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu verður haldinn milli klukkan 9 og 11 í dag. Fundurinn mun hefjast á því að forsætisráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur tilkynna um úrslit í hugmyndasamkeppni um endurgerð Lækjartorgs. Þar á eftir verður sigurtillagan kynnt en um að er að ræða gagngera breytingu á torginu. 4.3.2022 08:31
Segir sögu íslenskra húsa: „Datt í hug að það gæti verið sniðugt að vera með eitthvað jákvætt á Facebook“ Guðjón Friðriksson sagnfræðingur birtir í dag tvö hundruðustu færsluna á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir stuttlega frá sögu húss á Íslandi sem hafi vakið áhuga hans. Hann hefur kallað færslurnar „Hús dagsins“ og hafa þær notið mikilla vinsælda hjá vinum og Facebook-fylgjendum Guðjóns. 3.3.2022 13:30
Þau sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti Áslaugar Örnu Alls bárust átta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem auglýst var 3. febrúar síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar. 3.3.2022 10:11
Dæmd fyrir að stela frá heimilismönnum á hjúkrunarheimili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á þrítugsaldri í fimm mánaða fangelsi fyrir fjölmörg þjófnaðarbrot gagnvart heimilismönnum á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík þar sem hún var starfsmaður. 3.3.2022 10:00
Árekstur vörubíls og fólksbíls í Hafnarfirði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að vörubíll og fólksbíll rákust saman í Hringhellu í Hellnahverfi í Hafnarfirði í morgun. 3.3.2022 08:16
Staðfesta að framleiðslu Nágranna verður hætt í júní Framleiðslu áströlsku sjónvarpsþáttanna Nágranna, eða Neighbours, verður hætt í júní næstkomandi. Þættirnir hafa verið í framleiðslu í heil 37 ár, en framleiðslufyrirtækinu Fremantle hefur ekki tekist að finna nýja breska sjónvarpsstöð til að fjármagna framleiðsluna eftir að Channel 5 tilkynnti að stöðin myndi draga sig úr framleiðslunni. 3.3.2022 08:04
Utanríkisráðuneytið í nýja Landsbankahúsið Til stendur að flytja starfsemi utanríkisráðuneytisins í nýja Landsbankahúsið við hlið Hörpu í miðborg Reykjavíkur á þessu ári. 3.3.2022 07:38
Suðlæg átt og slydduél vestan til Lægðardrag er nú á hreyfingu norðaustur yfir austurhluta landsins og fylgir því suðaustanátt og dálítil rigning eða slydda öðru hvoru á austanverðu landinu í dag. Lægðardragið fjarlægist svo með kvöldinu og rofar þá til fyrir austan. 3.3.2022 07:10