Sjúklingur með Covid-19 lést á Landspítala í gær Sjúklingur með Covid-19 lést á legudeild Landspítala í gær. Um var að ræða karlmann á níræðisaldri. 11.2.2022 09:28
Bein útsending: Græna planið og grænar fjárfestingar Opinn fundur Reykjavíkurborgar þar sem farið verður yfir græn fjárfestingarverkefni sem miða að því að skapa vistvænni framtíð í borginni verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur milli klukkan 9 og 11 í dag. 11.2.2022 08:31
Hættir eftir röð hneykslismála Cressida Dick, yfirmaður Lundúnalögreglunnar, tilkynnti í gær að hún myndi láta af störfum eftir um fjögur ár í embættinu. Hún segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að hætta eftir að borgarstjórinn Sadiq Khan hafi tjáð henni að hann bæri ekki lengur traust til hennar. 11.2.2022 08:16
Sting selur réttinn að lögum sínum til Universal Enski tónlistarmaðurinn Sting hefur selt réttinn að öllum lögum sínum til tónlistarrisans Universal Music Group. Um er að ræða lög sem hann gaf út bæði í eigin nafni og mikill fjöldi sem hann samdi og gaf út með sveitinni The Police. 11.2.2022 07:51
Léttir til eftir hádegi með vaxandi norðanátt Dagurinn byrjar með hægri breytilegri átt og stöku éljum vestanlands. Það léttir til eftir hádegi með vaxandi norðaustanátt, fimm til tíu metrar á sekúndu í kvöld en tíu til fimmtán metrar syðst og um norðanvert landið. 11.2.2022 07:13
Annar mannanna í gæsluvarðhald en hinum sleppt Dómari í Álaborg hefur úrskurðað 36 ára karlmann í fjögurra vikna gæsluvarðhalds vegna hvarfs hinnar 22 ára Mia Skadhauge Stevn. Lögregla handtók tvo karlmenn, báða 36 ára, vegna málsins í gær og hefur hinn nú verið látinn laus. Saksóknarar hafa hins vegar áfrýjað þeirri ákvörðun dómsins. 10.2.2022 14:57
Gæti falið í sér bandaríska hermenn á danskri jörð Stjórnvöld í Danmörk ætla sér að taka upp viðræður við bandarísk stjórnvöld um að aukið varnarsamstarf ríkjanna sem gæti þýtt að bandarískir hermenn gætu safnast saman og æft á danskri jörð. 10.2.2022 14:22
Fengu Nýsköpunarverðlaun forseta fyrir gagnasjá fyrir gjörgæsludeild Verkefnið „Betri gjörgæslumeðferð með gagnasjá“, sem unnið var af þeim Margréti Völu Þórisdóttur og Signýju Kristínu Sigurjónsdóttur, báðar með BS í hagnýtri stærðfræði við Háskóla Íslands, og Valgerði Jónsdóttur, BS í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands, hreppti Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands sem afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 10.2.2022 13:51
Karl Bretaprins greinist með Covid-19 í annað sinn Karl Bretaprins hefur greinst með kórónuveiruna og er nú í einangrun. Þetta er í annað sinn sem Karl greinist með Covid-19, en hann greinist einnig í mars 2020 og fékk þá væg einkenni sjúkdómsins. 10.2.2022 13:30
Sænski sjónvarpsmaðurinn Ingvar Oldsberg fallinn frá Ingvar Oldsberg, einn þekktasti sjónvarpsmaður Svíþjóðar, er látinn, 76 ára að aldri. 10.2.2022 13:15