varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Slíðra sverðin og boða endur­komu sveitarinnar

Liam og Noel Gallagher hafa boðað endurkomu sveitarinnar Oasis. Bræðurnir, sem hafa lengi eldað grátt silfur, virðast hafa slíðrað sverðin og tilkynntu opinberlega að þeir muni koma saman og halda fjórtán tónleika í Bretlandi og Írlandi næsta sumar.

Lægð suð­vestur af landinu og á leið austur

Minniháttar hæðarhryggur er nú yfir landinu og eru því víða hægir vindar og verður bjart með köflum. Suðvestur af landinu er hins vegar dálítil lægð á hreyfingu austur sem mun valda austanstrekkingi og smá rigningu við suðurströndina.

Gildis­tími til­boðsins fram­lengdur

John Bean Technologies Corporation hefur tilkynnt að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi í dag samþykkt beiðni félagsins um framlengingu á gildistíma valfrjáls tilboðs til hluthafa Marel hf. í allt útgefið og útistandandi hlutafé í félaginu.

Heldur sumar­fundinn í Skaga­firði að þessu sinni

Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar verður haldinn í Skagafirði á miðvikudag þar sem ráðherrar munu funda með fulltrúum sveitarfélaga innan vébanda Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

Sagði kór­stjórann hafa hótað sér „van­virðingu og niður­lægingu“

Kærunefnd jafnréttismála hefur vísað frá kæru konu á hendur kórstjóra sem konan sagði hafa hafa hótað sér og áreitt. Konan sagði kórstjórann hafa í síma hótað sér „vanvirðingu og niðurlægingu“ ef hún myndi mæta á fleiri æfingar. Þá átti kórstjórinn að hafa ætlað sér að „beita sambýlismanni [konunnar] við aðgerðina“.

Helga Hrund í hóp með­eig­anda Maven

Helga Hrund Friðriksdóttir hefur bæst í hóp meðeigenda þjónustu- og ráðgjafafyrirtækisins Maven ehf. Þá hefur Anna Kristín Ólafsdóttir verið ráðin skrifstofustjóri hjá fyrirtækinu.

Vaktin: Enginn undir ísnum og að­gerðum hætt

Leitaraðgerðum björgunarsveita hefur nú verið hætt við Breiðamerkurjökul þar sem tveggja ferðamanna hefur verið leitað frá því í gær eftir að ísveggur hrundi í skipulagðri íshellaskoðunarferð í gær. Lögregla hefur staðfest að einn hafi látist í slysinu og að einn sé alvarlega slasaður. Talið var að tveir til viðbótar væru fastir undir ísnum en nú hefur leit verið hætt þar sem enginn til viðbótar reyndist vera undir ísnum.

Sjá meira