1.367 greindust innanlands 1.367 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 132 á landamærum. 7.2.2022 10:54
Snælduvitlaust veður en hærra hitastig hafi hjálpað til Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að verkefnin vegna óveðursins í nótt hafa verið í kringum sextíu. Hann segir veðrið hafa verið nokkuð öðruvísi en fyrirfram var búist við. 7.2.2022 10:33
Björgunarsveitir reikna með fleiri útköllum seinni partinn Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að nóttin hafi gengið vel þar sem björgunarsveitir hafi byrjað að fá útköll rétt fyrir fjögur. Það hafi því virst sem að spáin væri að ganga eftir. 7.2.2022 09:52
Sjúklingum með Covid-19 fjölgar á Landspítala milli daga Þrjátíu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim milli daga. Tveir eru á gjörgæslu, annar þeirra í öndunarvél. 7.2.2022 09:37
„Undirbúningurinn sem fram fór um helgina skilaði sér“ „Þetta hefur gengið mjög vel. Undirbúningurinn sem fram fór um helgina skilaði sér. Það voru allir tilbúnir og gátu brugðist við þeim verkefnum sem hafa komið upp.“ 7.2.2022 08:27
Rúmlega sjötíu þættir af hlaðvarpi Joe Rogan fjarlægðir af Spotify Um sjötíu hlaðvarpsþættir Joe Rogan hafa verið fjarlægðir af Spotify. Bandarískir fjölmiðlar segja að Rogan hafi sjálfur valið að fjarlægja þættina. Forstjóri Spotify, Daniel Ek, segir í skilaboðum til starfsmanna að í umræddum þáttum hafi Rogan látið særandi orð falla sem endurspegli ekki gildi félagsins. 7.2.2022 07:31
Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. 7.2.2022 06:51
Jenner greinir frá því að Stormi hafi nú eignast systkini Stjörnuparið Kylie Jenner og Travis Scott hafa eignast sitt annað barn. Í færslu á Instagram segir Jenner frá því að barnið hafi komið í heiminn síðastliðinn miðvikudag, það er 2. febrúar. 7.2.2022 06:26
Allir þrír listarnir lögmætir og kosning hefst á miðvikudag Framboðslistar Ólafar Helgu Adolfsdóttur, Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Guðmundar Jónatans Baldurssonar vegna formannskosninga í stéttarfélaginu Eflingu hafa allir verið taldir lögmætir og hefst kosning meðal félagsmanna miðvikudaginn næsta og mun standa til klukkan 20 15. febrúar næstkomandi. 4.2.2022 14:19
Stoltenberg verður næsti seðlabankastjóri Noregs Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, verður næsti seðlabankastjóri Noregs. Hann er skipaður til sex ára og mun taka við embættinu 1. október. 4.2.2022 11:05