Fjöldi inniliggjandi með Covid-19 óbreyttur milli daga 37 sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. 26.1.2022 10:08
Auður Lilja og Ómar Örn í nýjar stöður hjá Öryggismiðstöðinni Auður Lilja Davíðsdóttir hefur tekið við stöðu markaðsstjóra Öryggismiðstöðvarinnar og Ómar Örn Jónsson við starfi framkvæmdastjóri velferðartækni hjá fyrirtækinu. 26.1.2022 09:54
Hilda Jana vill áfram leiða lista Samfylkingarinnar á Akureyri Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp lista Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fara í maí næstkomandi. Þetta var ákveðið á almennum félagsfundi flokksins í gærkvöldi. 26.1.2022 08:48
Björgunarskip í Sandgerðishöfn skemmdist í óveðrinu Björgunarskipið Hannes Hafstein sem Björgunarbátasjóður Suðurnesja rekur skemmdist mikið í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær. 26.1.2022 07:46
Rólegt veður eftir illviðri gærdagsins Eftir illviðri gærdagsins er útlit fyrir rólegt veður í dag. Reikna má við hægum vindi víðast hvar og úrkomulítið, en dálítilli snjókomu við suður- og vesturströndina. 26.1.2022 07:01
Mun aftur svara fyrir veisluvöldin í breska þinginu í dag Boris Johnson forsætisráðherra Breta mun sitja fyrir svörum í breska þinginu síðar í dag og er búist við að ráðherrann lendi í orrahríð, enda er einnig von á skýrslu frá Sue Gray, embættismanni sem falið var að rannsaka möguleg sóttvarnabrot í kórónuveirufaraldrinum. 26.1.2022 06:39
Óttast um afdrif 39 eftir að smyglbát hvolfdi við Flórída Bandaríska strandgæslan leitar nú 39 manna eftir að bát með tugum manna innanborðs hvolfdi undan ströndum Flórída. Báturinn var á leið frá Bahamaeyjum og til Bandaríkjanna með tugi manna innanborðs sem talið er að hafi verið að reyna að smygla til Bandaríkjanna. 26.1.2022 06:33
Stöðvuðu fíkniefnaakstur ökumanns með Covid-19 Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði skömmu eftir miðnætti ökumann sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn er auk þess Covid-smitaður og átti því að vera í einangrun. 26.1.2022 06:13
1.558 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 1.558 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 55 á landamærum. Aldrei hafa svo margir greinst innanlands á einum sólarhring hér á landi frá upphafi faraldursins, en fyrri metdagur var 30. desember síðastliðinn þar sem 1.553 greindust innanlands. 25.1.2022 11:00
Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku. 25.1.2022 10:39