37 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19 37 sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. 25.1.2022 10:19
Andlát vegna Covid-19 Karlmaður á áttræðisaldri lést vegna Covid-19 á gjörgæslu Landspítalans í gær. 25.1.2022 10:11
Ferðalöngum snúið við vegna vonskuveðurs Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring. 25.1.2022 07:36
Kröpp lægð nálgast landið og appelsínugular viðvaranir Kröpp lægð er nú skammt vestur af landinu og hún fer austnorðaustur yfir land í dag. Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði því vaxandi suðvestanátt fyrri part dags og rigning eða skúrir, en þurrt að kalla norðaustanlands. Hiti verður á bilinu núll til sex stig. 25.1.2022 06:50
Ísland í 13. til 18. sæti á nýjum spillingarlista Transparency International Transparency International hefur birt nýjan árlegan lista sinn um spillingu í ríkjum heims. Ísland lækkar þar um eitt sæti og skipar nú 13. til 18. sætið á listanum. Danmörk, Finnland og Nýja-Sjáland skipa efstu þrjú sætin, það er að minnst spilling mælist þar samkvæmt mælingu TI. 25.1.2022 06:42
Umferðarslys á Bústaðarvegi, Kringlumýrarbraut og Nýbýlavegi í gærkvöldi Nokkuð var um umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Um klukkan hálf níu í gærkvöldi var tilkynnt um bílveltu á Bústaðarvegi en þar urðu þó ekki slys á fólki. 25.1.2022 06:13
Vill áfram leiða lista Pírata í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, sækist eftir að áfram leiða lista Pírata í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fram fara í maí. 24.1.2022 14:32
Danir losna nú úr einangrun þegar þeir eru einkennalausir Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að breyta reglum um einangrun vegna kórónuveirusmita á þann veg að smitaðir einstaklingar losna nú úr einangrun þegar þeir eru einkennalausir. 24.1.2022 14:23
Lögreglumaður fær ekkert eftir að staða hans var auglýst vegna ítrekaðra kvartana Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af rúmlega 140 milljóna króna kröfu lögreglumanns eftir að skipun hans var ekki framlengd og staða hans auglýst laus til umsóknar. 24.1.2022 13:22
1.151 greindust innanlands í gær 1.151 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 145 á landamærum. 24.1.2022 10:57