Gagnrýnir valdaleysið og segir af sér sem forseti Armen Sarkissian, forseti Armeníu, sagði af sér embætti gær. Hann gagnrýndi meðal annars valdaleysi embættisins og óánægju með ákvarðanir teknar í tengslum við deilur landsins og Aserbaídsjans. 24.1.2022 10:38
Sjúklingum á Landspítala með Covid-19 fjölgar milli daga 38 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19. Fjórir eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. 24.1.2022 09:53
Danski þjóðarflokkurinn kominn með nýjan formann Danski þingmaðurinn Morten Messerschmidt var í gær kjörinn formaður Danska þjóðarflokksins (d. Dansk Folkeparti). Hann tekur við stöðunni af Kristian Thulesen Dahl sem hætti í kjölfar bágrar niðurstöðu flokksins í sveitarstjórnarkosningunum í nóvember. 24.1.2022 08:04
Hönnuðurinn Thierry Mugler er látinn Franski hátískuhönnuðurinn Thierry Mugler er látinn, 73 ára að aldri. Umboðsmaður Mugler segir hann hafa látist í gær af náttúrulegum orsökum. 24.1.2022 07:45
Auður ráðin gæðastjóri Distica Auður Aðalbjarnardóttir hefur verið ráðin gæðastjóri eða faglegur forstöðumaður hjá Distica. Hún tekur jafnframt sæti í framkvæmdastjórn félagsins. 24.1.2022 07:30
Fimm „vel hæfir“ umsækjendur verið teknir í viðtöl í ráðuneytinu Fimm umsækjendur um stöðu forstjóra Landspítala, sem taldir eru „vel hæfir“ af hæfnisnefnd, hafa verið teknir í viðtöl í heilbrigðisráðuneytinu. Ekki er útilokað að fleiri viðtöl verði tekin svo ráðningarferlinu er ekki lokið. 24.1.2022 07:25
Orri vill leiða lista Framsóknar í Kópavogi Orri Vignir Hlöðversson, forstjóri Frumherja, gefur kost á sér til að leiða lista Framsóknarflokksins í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. 21.1.2022 14:36
Bein útsending: Útboðsþing Samtaka iðnaðarins Útboðsþing Samtaka iðnaðarins fer fram í beinu streymi í dag á milli 13 og 15. Á þinginu kynna fulltrúar ellefu opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu og fæst því gott yfirlit yfir helstu útboð ársins. 21.1.2022 12:31
Norðmenn fagna átján ára afmæli Ingiríðar prinsessu Ingiríður Alexandra Noregsprinsessa fagnar átján ára afmæli sínu í dag og hefur dagskrá hennar verið þétt skipuð síðustu daga í tilefni af tímamótunum. 21.1.2022 10:36
1.456 greindust innanlands 1.456 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 211 á landamærum. 35 sjúklingar eru inniliggjandi á Landspítalanum og eru þrír á gjörgæslu. 21.1.2022 10:23