35 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19 35 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim því fjölgað um þrjá milli daga. 21.1.2022 09:33
Berglind aðstoðar Svandísi í fjarveru Iðunnar Berglind Häsler, samskipta- og viðburðastjóri Vinstri grænna, mun leysa Iðunni Garðarsdóttur af sem aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Iðunn fer nú í árs barneignarleyfi og hefur Berglind störf 14. febrúar næstkomandi. Kári Gautason er hinn aðstoðarmaður Svandísar. 21.1.2022 09:20
Íslenska ánægjuvogin: Sjö fyrirtæki marktækt hæst á sínum markaði Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2021 voru kynntar í morgun og mátti sjá mikinn mun á ánægju viðskiptavina þeirra 37 fyrirtækja í samtals þrettán atvinnugreinum sem voru mæld. Costco eldsneyti var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni þetta árið. 21.1.2022 09:16
Meat Loaf er látinn Bandaríski rokkarinn og leikarinn Meat Loaf er látinn, 74 ára að aldri. 21.1.2022 08:05
Dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir rangar sakargiftir Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt konu í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa með röngum framburði hjá lögreglu leitast við að koma því til leiðar að maður sem hún hafði átt í sambandi við yrði dæmdur fyrir húsbrot, líkamsárás og frelsissviptingu. 21.1.2022 07:54
Hiti komst í sautján stig á Austfjörðum í nótt Nóttin var hlý á landinu og komst hitinn þannig í sautján stig á Austfjörðum. Í dag er hins vegar spáð hvassri suðvestanátt með éljum og kólnandi veðri, en stormi eða roki í kvöld og rigningu eða snjókomu um tíma. 21.1.2022 07:11
Tónlistarkennarar samþykktu nýjan kjarasamning Nýr kjarasamningur Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. 20.1.2022 14:35
Rannsókn á bruna í Brekkubæjarskóla unnin í samvinnu með barnavernd Rannsókn lögreglu á bruna í Brekkubæjarskóla á Akranesi þann 13. janúar síðastliðinn er á lokastigi. 20.1.2022 14:26
Helga vill 2.-3. sætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, hefur gefið kost á sér í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer dagana 3. til 5. mars næstkomandi. 20.1.2022 14:06
Þrjátíu starfsmenn Lækningar tímabundið til Landspítala Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samning við Lækningu í Lágmúla um að styrkja tímabundið mönnun á Landspítala vegna Covid-19. Samningurinn kveður á um allt að þrjátíu manna liðsauka. 20.1.2022 14:01