Bonnesen ákærð fyrir gróf fjársvik og markaðsmisnotkun Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar hefur ákært hina dönsku Birgitte Bonnesen, fyrrverandi forstjóra Swedbank, fyrir gróf fjársvik og markaðsmisnotkun í tengslum við rannsókn á peningasvættisrannsókn sem tengir anga sína til Eistlands. 4.1.2022 13:33
Máli Nevermind-barnsins vísað frá dómi Dómstóll í Bandaríkjunum hefur vísað máli hins þrítuga Spencer Elden, sem var á umslagi Nevermind, plötu Nirvana frá árinu 1991, frá dómi. Elden hafði krafið meðlimi sveitarinnar um háar fjárhæðir þar sem hann sagði umslagið jafngilda barnaklámi. 4.1.2022 12:07
Býður sig fram til formanns Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Eflingu. 4.1.2022 11:01
1.289 greindust innanlands 1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 485 af þeim 1.289 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 38 prósent. 804 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent. 4.1.2022 10:29
Sjúklingum á Covid-göngudeild fjölgar um 1.356 milli daga 28 sjúklingar liggja nú á Landspítala með COVID-19 og fjölgar þeim um þrjá milli daga. Sjúklingum á Covid-göngudeildinni fjölgar um 1.356 milli daga, fer úr 7.198 í gær og í 8.554 í dag. 4.1.2022 09:31
Iðunn og Kári aðstoða Svandísi Kári Gautason og Iðunn Garðarsdóttir hafa verið ráðinn sem aðstoðarmenn Svandísar Svavarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 4.1.2022 09:19
Ásgeir vill fyrsta sætið á lista Sjálfstæðismanna í Mosó Ásgeir Sveinsson, formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar, sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 4.1.2022 09:08
Færeyski Michelin-staðurinn flytur til Grænlands Eigendur færeyska veitingastaðarins Koks, sem býr yfir tveimur Michelin-stjörnum, hyggjast loka í Færeyjum og flytja staðinn tímabundið til Grænlands. 4.1.2022 08:02
Elizabeth Holmes fundin sek um fjársvik Dómstóll í Bandaríkjunum sakfelldi í gær Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos, af ákæru um að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Réttarhöld í máli Holmes hafa staðið yfir í Kaliforníu síðustu mánuði. 4.1.2022 07:42
Norðlæg átt, strekkingur og él austanlands en annars hægara Spáð er norðlægri átt, strekkingi og dálitlum éljum austanlands fram eftir morgni, en annars mun hægari og bjartviðri. Talsvert frost á öllu landinu. 4.1.2022 07:12