Allhvöss norðanátt og drjúg ofankoma á köflum Spáð er norðan- og norðaustanátt í dag og verður strekkingur eða allhvass algengur vindstyrkur. Á norðan- og austanverðu landinu er útlit fyrir snjókomu og gæti orðið nokkuð drjúg ofankoma á köflum. 28.12.2021 07:34
Mæla með styttri einangrun fyrir smitaða sem sýna lítil eða engin einkenni Bandaríska sóttvarnastofnunin hefur ákveðið að mæla með því að stytta einangrun fyrir þá sem greinast með kórónuveiruna en sýna lítil eða engin einkenni niður í fimm daga. Áður var reglan tíu dagar líkt og hér á landi. 28.12.2021 07:17
Skjálfti 3,4 að stærð í morgun Skjálfti 3,4 að stærð varð um fjóra kílómetra norður af Krýsuvík klukkan 6:25 í morgun. Annar skjálfti, rétt rúmlega tveir að stærð, var rúmum tveimur mínútum síðar á sömu slóðum. 28.12.2021 07:06
Frakkar herða sóttvarnareglur Frakkar hafa ákveðið að herða sóttvarnareglur í landinu til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu ómíkronafbrigðis kórónuveirunnar. 28.12.2021 06:47
113 stúdentaíbúðir verða útbúnar á Hótel Sögu Félagsstofnun stúdenta (FS) mun fá fjórðu til sjöundu hæð norðurálmu Hótels Sögu í sinn hlut og verða 113 stúdentaíbúðir útbúnar þar. Þá hefur FS óskað eftir að fá að stunda veitingarekstur á fyrstu hæð hótelsins þar sem hefur verið rekið veitingahús. 28.12.2021 06:43
Gamall bústaður við Elliðavatn brann til kaldra kola Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola í nótt. 28.12.2021 06:18
Stal yfirhöfn með lyklum á veitingahúsi og braust inn á heimilið Tilkynnt var um innbrot, eignaspjöll og stolinn bíl á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að fyrr um kvöldið hafi yfirhöfn hafi verið stolið á veitingahúsi þar sem í voru lyklar að húsi og bíl. 28.12.2021 06:07
Beitir neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur beitt neitunarvaldi sínu gegn umdeildum fjölmiðlalögum sem pólska þingið samþykkti á dögunum og takmörkuðu erlent eignarhald. 27.12.2021 14:33
Aflétta óvissustigi almannavarna vegna Log4j Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu aflétt óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. 27.12.2021 13:20
Senda SMS til allra sem fara inn á skilgreint svæði umhverfis Heklu Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa ákveðið að virkja SMS-skilaboð sem verða send til fólks sem fer inn á fyrirfram skilgreint svæði umhverfis Heklu. 27.12.2021 12:58