Yngst til að taka sæti á þingi Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, varaþingmaður Pírata, varð í dag yngsta manneskjan til að taka sæti á Alþingi Íslendinga. Gunnhildur Fríða er jafnframt fyrsta manneskjan sem fædd er á þessari öld til að taka sæti á þingi, en hún er nítján ára og 241 daga gömul. 27.12.2021 12:05
Reyndust vera að bræða tjörupappa Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í þaki einbýlishúss í Bakkaflöt í Garðabæ út á ellefta tímanum í morgun. 27.12.2021 11:06
„Mér sýnist að jafnvel fleiri hafi greinst í gær“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir enn hafi greinst fjöldi fólks með kórónuveiruna innanlands í gær, á öðrum degi jóla. Síðustu daga hafi tæplega fimm hunduð manns greinst með veiruna á dag. „Mér sýnist að jafnvel fleiri hafi greinst í gær, svona fljótt á litið,“ segir Þórólfur. 27.12.2021 08:18
Leikstjórinn Jean-Marc Vallée er látinn Kanadíski leikstjórinn Jean-Marc Vallée er látinn, 58 ára að aldri. Hann er þekktur fyrir að hafa leikstýrt stórmyndum á borð við Dallas Buyers Club og Wild og þáttunum Big Little Lies og Sharp Objects. 27.12.2021 07:26
Norðlægar áttir ríkjandi og frost að tólf stigum Norðlægar áttir verða ríkjandi á landinu í dag, yfirleitt á bilinu fimm til þrettán metrar á sekúndu en að átján metrum á sekúndu syðst á Austfjörðum og með suðausturströndinni. 27.12.2021 07:09
Jörð skalf nærri Kleifarvatni í morgun Skjálfti 3,6 að stærð varð nærri Kleifarvatni á Reykjanesskaga klukkan 5:10 í morgun. Annar skjálfti, 3,3 að stærð, mældist tæpri mínutu síðar á sömu slóðum. 26.12.2021 05:26
Þau kvöddu á árinu 2021 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda. 25.12.2021 09:00
Coldplay hættir að gefa út nýja tónlist 2025 Breska hljómsveitin Coldplay mun hætta að gefa út tónlist árið 2025. Frá þessu greinir söngvari sveitarinnar, Chris Martin, í útvarpsviðtali á BBC Radio 2. 23.12.2021 13:57
Mældu óvart ferðir þorsks og skarfs með sömu merkingunni Rafeindamælitæki frá íslenska hátæknifyrirtækinu Stjörnu-Odda, sem komið var fyrir í þorski í Eystrasalti til að mæla hegðun hans, mældi nýlega óvart einnig hegðun skarfs. Var því hegðun tveggja dýrategunda mæld með sama mælinum. 23.12.2021 13:03
Ætla sér að loka kjarnorkuverunum fyrir 2025 Ríkisstjórn Belgíu hefur ákveðið að loka kjarnorkuverum landsins fyrir árið 2025. Stjórnin mun þó auka framlög til þróunar kjarnorkutækni. 23.12.2021 11:43