varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Enn einn met­­dagurinn og Frederik­sen boðar hertar að­gerðir

Alls greindust 9.999 manns með kórónuveiruna í Danmörku síðasta sólarhring. Aldrei áður hafa svo margir greinst á einum sólarhring í landinu frá upphafi faraldursins, en tilkynnt hefur verið um hvern metdaginn á fætur öðrum í Danmörku síðustu daga.

Play hefur miðasölu vestur um haf

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til bandarísku borganna Boston og Washington D.C. Fyrsta flugið til bandarísku höfuðborgarinnar Washington verður 20. apríl næstkomandi og til Boston 11. maí. 

171 greindist með kórónu­veiruna í gær

171 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst innanlands með veiruna frá 22. nóvember. Þau tímamót urðu í gær að 20 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins.

Síðasta A380-þotan af­hent eig­enda

Síðasta Airbus A380 hefur nú verið smíðuð og var afhent nýjum eigendum í dag. Það er flugfélagið Emirates með höfuðstöðvar í Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem er eigandi vélarinnar, en félagið er eigandi um helmings þeirra A380-þota sem hafa verið framleiddar.

Danir vilja leigja þrjú hundruð fangelsis­pláss í Kósovó

Dönsk stjórnvöld ætla sér að taka upp viðræður við stjórnvöld í Kósovó um leigu á alls þrjú hundruð fangelsisplássum í Kósovó. Hugmyndin er liður í áætlun dönsku stjórnarinnar að tryggja þúsund ný fangelsispláss.

Sjá meira