Almar vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Garðabæ Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2022 08:56 Almar Guðmundsson. Aðsend Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri hefur ákveðið að bjóða sig fram í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ sem fram fer 5. mars næstkomandi. Í tilkynningu kemur fram að Almar hafi setið í bæjarstjórn Garðabæjar frá árinu 2014, í bæjarráði frá 2018 og sé formaður fjölskylduráðs og öldungaráðs. Hann er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá London Business School. Haft er eftir Almari að hann leggi áherslu á traustan, sjálfbæran og ábyrgan rekstur sveitarfélagsins. „Góð fjármálastjórn er forsenda þess öfluga og fjölskylduvæna samfélags sem við viljum halda áfram að byggja upp hér í Garðabæ. Það þarf mikla vinnu og úthald til að viðhalda þeirri stöðu. „Íþróttir og starf frjálsra félaga eiga sterka taug í mér, enda hef ég lagt mitt af mörkum í starfi þeirra. Ég var m.a. formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar í sjö ár. Ég hef verið og ætla áfram að vera talsmaður þess að Garðabær sé í forystu við að efla þessa starfsemi og nýta þann kraft sem býr í félögunum í þjónustu við íbúanna,“ er haft eftir Almari. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, greindi frá því á dögunum að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri, en sveitarstjórnarkosningar fara fram í landinu þann 14. maí næstkomandi. Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar, og Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, varaformaður bæjarráðs og formaður skólanefndar, hafa báðar sömuleiðis gefið kost á sér í fyrsta sæti flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Tengdar fréttir Sigríður Hulda vill fyrsta sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, varaformaður bæjarráðs og formaður skólanefndar, hefur ákveðið að bjóða sig fram í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðifélaganna í Garðabæ sem haldið verður 5. mars næstkomandi í tengslum við sveitarstjórnarkosningarnar í maí. 6. janúar 2022 07:56 Áslaug Hulda stefnir á oddvitasætið í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar, býður sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ í prófkjöri sem haldið verður fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 15. desember 2021 08:49 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Almar hafi setið í bæjarstjórn Garðabæjar frá árinu 2014, í bæjarráði frá 2018 og sé formaður fjölskylduráðs og öldungaráðs. Hann er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá London Business School. Haft er eftir Almari að hann leggi áherslu á traustan, sjálfbæran og ábyrgan rekstur sveitarfélagsins. „Góð fjármálastjórn er forsenda þess öfluga og fjölskylduvæna samfélags sem við viljum halda áfram að byggja upp hér í Garðabæ. Það þarf mikla vinnu og úthald til að viðhalda þeirri stöðu. „Íþróttir og starf frjálsra félaga eiga sterka taug í mér, enda hef ég lagt mitt af mörkum í starfi þeirra. Ég var m.a. formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar í sjö ár. Ég hef verið og ætla áfram að vera talsmaður þess að Garðabær sé í forystu við að efla þessa starfsemi og nýta þann kraft sem býr í félögunum í þjónustu við íbúanna,“ er haft eftir Almari. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, greindi frá því á dögunum að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri, en sveitarstjórnarkosningar fara fram í landinu þann 14. maí næstkomandi. Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar, og Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, varaformaður bæjarráðs og formaður skólanefndar, hafa báðar sömuleiðis gefið kost á sér í fyrsta sæti flokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Tengdar fréttir Sigríður Hulda vill fyrsta sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, varaformaður bæjarráðs og formaður skólanefndar, hefur ákveðið að bjóða sig fram í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðifélaganna í Garðabæ sem haldið verður 5. mars næstkomandi í tengslum við sveitarstjórnarkosningarnar í maí. 6. janúar 2022 07:56 Áslaug Hulda stefnir á oddvitasætið í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar, býður sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ í prófkjöri sem haldið verður fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 15. desember 2021 08:49 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Sigríður Hulda vill fyrsta sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, varaformaður bæjarráðs og formaður skólanefndar, hefur ákveðið að bjóða sig fram í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðifélaganna í Garðabæ sem haldið verður 5. mars næstkomandi í tengslum við sveitarstjórnarkosningarnar í maí. 6. janúar 2022 07:56
Áslaug Hulda stefnir á oddvitasætið í Garðabæ Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar, býður sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ í prófkjöri sem haldið verður fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 15. desember 2021 08:49