Kona flutt á slysadeild eftir að ekið var á hana Ekið var á gangandi vegfaranda á nærri gatnamótum Skeiðarvogs og Gnoðarvogs í Reykjavík skömmu eftir klukkan 8:30 í morgun. 25.11.2021 08:56
Bensínlekinn á Hofsósi: N1 hefji framkvæmdir innan tveggja vikna Umhverfisstofnun hefur birt fyrirmæli um þær úrbætur sem krafist er af hendi N1 vegna leka frá bensíngeymi félagsins á afgreiðslustöð þess á Hofsósi. Þar segir að hefja skuli gröft á skurðum og niðursetningu loftunarröra vegna hreinsunarstarfsins innan tveggja vikna. 25.11.2021 07:49
Reikna með hviðum allt að 45 metrum á sekúndu Það gengur í norðvestanhvassviðri eða -storm austan Öræfa og á sunnanverðum Austfjörðum í kvöld, og hafa verið gefnar út gular viðvaranir vegna þessa fyrir bæði Austfirði og Suðausturland. Má búast má við mjög snörpum vindhviðum, yfir 45 metrum á sekúndu, á stöku stað á Suðausturlandi. 25.11.2021 07:15
Neitað um öryggisvottun vegna líkamsárásardóms sem hann greindi ekki frá í umsókn Utanríkisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis ríkislögreglustjóra um að synja manni um svokallaða öryggisvottun sökum ellefu ára gamals líkamsárásardóms yfir umsækjandanum sem hann greindi ekki frá í umsókn sinni. 25.11.2021 07:01
Andersson segir af sér eftir sjö tíma í embætti Magdalena Andersson hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar eftir sjö tíma í embætti. Þetta gerir hún í kjölfar þess að Græningjar tilkynntu að þeir segi skilið við ríkisstjórn landsins eftir að fjárlagafrumvarp borgaralegu flokkanna á þingi, stjórnarandstöðuflokkanna, náði fram að ganga á þinginu í dag. 24.11.2021 16:31
Halla ráðin endurmenntunarstjóri Halla Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf endurmenntunarstjóra hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. 24.11.2021 14:56
Áhersla á „grænt hagkerfi“ í stjórnarsáttmála nýrrar Scholz-stjórnar Þýski Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz mun gegna embætti kanslara í nýrri ríkisstjórn Jafnaðarmanna, Græningja og Frjálslyndra demókrata í Þýskalandi. Stjórnarsáttmáli var kynntur til sögunnar í dag eftir um tveggja mánaða viðræður – sáttmáli sem verður nú lagður fyrir flokksstofnanir til samþykktar. 24.11.2021 14:46
Ungir Sjálfstæðismenn gagnrýna Svandísi og kalla eftir afléttingum hið fyrsta Samband ungra Sjálstæðismanna gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og hefur kallað eftir því að takmörkunum stjórnvalda vegna faraldurs kórónuveirunnar verði aflétt hið fyrsta. 24.11.2021 13:11
Ráðin forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands. Hún mun hefja störf fyrsta dag desembermánaðar. 24.11.2021 11:40
147 greindust með kórónuveiruna innanlands 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjötíu af þeim 147 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 48 prósent. 77 voru utan sóttkvíar, eða 52 prósent. 24.11.2021 10:49