varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Eignast Securitas að fullu

Framtakssjóðurinn Edda og Vari eignarhaldsfélag hafa undirritað kaupsamning um kaup Vara á 40 prósenta hlut í Securitas. Eftir að viðskiptin eru frágengin mun Vari eiga Securitas að fullu.

Hafa náð lendingu um staðar­val nýs kirkju­garðs

Samkomulag hefur náðst um staðarval nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði þar sem sá sem fyrir er við kirkjuna er sprunginn. Íbúakosning um málið fór fram á dögunum þar sem rúmlega sex af hverjum tíu greiddu atkvæði með tillögu um að nýjum kirkjugarði skyldi komið fyrir við Brimnes.

Fremur vætu­samt um sunnan- og vestan­vert landið

Hægt minnkandi lægð er nú nærri kyrrstæð skammt vestur af landinu og beinir suðlægum áttum til landsins. Gera má ráð fyrir að verði fremur vætusamt um landið sunnan- og vestanvert, en lengst af þurrt og bjart fyrir norðan og austan.

Írans­­for­­seti fórst í þyrlu­­slysinu

Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar.

Bein út­sending: Árs­fundur Land­spítala

Ársfundur Landspítala fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag. Fundurinn stendur milli klukkan 14 og 16 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan.

Baldur vin­sælasta plan B

Baldur Þórhallsson er sá frambjóðandi sem flestir myndu kjósa í forsetakosningunum ef sá frambjóðandi sem aðspurðir segjast ætla að kjósa, væri ekki í framboði.

Bein út­­sending: Mennta­­Stefnu­­mót í Reykja­vík

MenntaStefnumót skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur fer fram í dag þar sem starfsfólki í grunnskólum, leikskólum og frístundastarfi hjá Reykjavíkurborg gefst tækifæri til að taka þátt og eiga samtal um menntun barna og þróun til framtíðar.

Sjá meira