Forsætisráðherra Slóvakíu í lífshættu eftir skotárás Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir skotárás fyrr í dag. Hann er sagður vera með lífshættulega áverka. 15.5.2024 13:13
Samkaup, Heimkaup og Orkan hefja samrunaviðræður Viðræður eru hafnar um mögulegan samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar. 15.5.2024 10:01
Munu lappa upp á vatnspóstinn í Aðalstræti Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hafinn verði undirbúningur að endurgerð gamla vatnspóstsins í Aðalstræti með það að markmiði að koma honum í viðunandi horf. Vatnspósturinn hefur drabbast verulega niður síðustu ár. 15.5.2024 07:53
Hiti gæti náð fimmtán stigum norðaustantil Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustlæg átt í dag, víða golu, og dálitlar skúrir sunnan- og vestantil. 15.5.2024 07:10
Breyttar forsendur kalli á nýjan unglingaskóla í Laugardal Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að óska eftir umsögnum um tillögu sem felur í sér að byggður verði nýr unglingaskóli í Laugardalnum. Áður hafði verið ákveðið að stefna að smíði viðbygginga við þá grunnskóla sem fyrir eru í Laugardalnum, til að bregðast við fjölgun nemenda. Forsendur eru hins vegar nú sagðar hafa breyst og sé nú stefnt á smíði sameinlegs skóla fyrir unglinga í Laugardal sem muni ganga í 8. til 10. bekk. 14.5.2024 14:43
Magnús eignast Latabæ á nýjan leik Magnús Scheving hefur í gegnum fjárfestingarfélagið, LZT Holding ehf., náð samkomulagi við Warner Bros, Discovery, um kaup á öllum eignum LazyTown, eða Latabæ. Undir kaupin falla allir sjónvarpsþættir, vörumerki og hugverkaréttindi LazyTown, um heim allan. 14.5.2024 12:53
Ráðin framkvæmdastjóri Rue de Net Guðrún Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Rue de Net og tekur hún við starfinu af Alfred B. Þórðarsyni sem mun taka við nýju hlutverki sem tæknistjóri Rue de Net og leiða nýsköpun og vöruþróun. 14.5.2024 11:40
Bein útsending: Má ég taka þátt... í lífinu? Má ég taka þátt... i lífinu? er yfirskrift hádegisfundar ÖBÍ réttingasamtaka þar sem fjallað verður um endurskoðun hjálpartækjahugtaksins. Fundurinn stendur frá klukkan 12 til 13:30 og verður hægt að fylgjast með í spilara að neðan. 14.5.2024 11:30
Losnar af réttargeðdeild eftir allt saman Dómstóll í Austurríki hefur úrskurðað að flytja eigi hinn 89 ára Josel Fritzl af réttargeðdeild og í venjulegt fangelsi. Fritzl var árið 2009 dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa misnotað og haldið dóttur sinni innilokaðri í kjallara í bænum Amstetten í 24 ár. Á þeim tíma eignaðist hann með henni sjö börn. 14.5.2024 08:19
Víðast bjart en dálitlar skúrir sunnanlands Lítil hæð þokast yfir landið í dag og má reikna með fremur hægum vindi og víða björtu veðri. Þó verða dálitlar skúrir sunnanlands. 14.5.2024 07:07