„Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Atli Ísleifsson skrifar 25. ágúst 2025 12:00 Hjálmar Örn Jóhannsson grínisti er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggva. Hjálmar Örn Jóhannsson grínisti segist vera að upplifa æskudrauminn með því að vinna við að tala um enska boltann og skemmta fólki. Hann segist þakklátur fyrir öll tækifærin sem hann hafi fengið, en á sama tíma virki lífið þannig að maður verði að endurnýja sig með reglulegum hætti til að fá ekki leið á hlutum. Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarps Sölva Tryggvasonar. Þar segist Hjálmar hafa gjörbreytt lífsstílnum eftir að hafa fengið hjartaáfall í byrjun ársins. „Síðan ég fékk hjartaáfallið er ég búinn að vera að taka matarræðið í gegn. Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur, en ég er hægt og rólega að verða hann. Ég er fljótur að gleyma því þegar eitthvað erfitt gerist og þar af leiðandi er ég ekki jafnstrangur eins og fyrst eftir að þetta gerðist, en ég er langt frá því að vera á sama stað og ég var á áður en þetta gerðist. Þá var ég bara í roastbeef samlokum, orkudrykkjum og vínarbrauði í morgunmat. Núna er ég farinn að velja salat frekar en sveitta hamborgara beinlínis af því að mig langar til þess. Ég er bara búinn að drekka svona fjóra kaffibolla síðan ég fékk hjartaáfallið og það er mjög margt orðið miklu betra í lífsstílnum.“ Sjá má brot úr þættinum í spilaranum að neðan. Eins og ég megi ekki viðurkenna þetta Hjálmar segir að þegar maður sé búinn að breyta þessu í einhvern tíma þá hætti mann að langa stöðugt í þetta óholla. „Mér líður stundum eins og ég megi ekki viðurkenna þetta, af því að Helgi Jean vinur minn og fleiri í kringum mig eru búnir að benda mér á þetta svo lengi. Nú líður mér pínu eins og þau séu búin að vinna,” segir Hjálmar og hlær. Hann hefur um árabil verið einn vinsælasti skemmtikraftur landsins og hefur verið uppbókaður nánast allan ársins hring. Var staðnaður En þó að hann hafi verið að upplifa draum sinn áttaði hann sig á því í fyrra að hann var orðinn staðnaður að eigin sögn. „Það er svo mikilvægt að vera innan um fólk sem er með lífsþorsta og vill skapa og gera eitthvað nýtt. Ég var fenginn til að leika í þáttaseríu sem heitir Útilega á síðasta ári og þá áttaði ég mig á því að ég þyrfti að endurnýja mig. Ég sat þarna með öllum þessum flottu leikurum og þetta var geggjuð reynsla og ég fattaði að ég hafði verið orðinn staðnaður og þurfti eitthvað „challenge“. Ég er búinn að vera að vinna „full time“ við skemmtanabransann síðan 2017, en þarna í maímánuði 2024 áttaði ég mig á því að ég væri staðnaður. Maður fattar það oft ekki fyrr en eitthvað svona gerist að maður er búinn að vera fastur í sama farinu. Það að leika í þessum þáttum var eiginlega bara „spiritual“ reynsla fyrir mig og hrikalega gaman og góð áskorun. Þetta var allt svo áhugavert og nýtt að það opnaði algjörlega augu mín fyrir því að ég yrði að gera eitthvað nýtt með reglulegum hætti. Það er svo stór hluti af manni sem vill bara hafa hlutina eins og halla sér aftur í stólnum og segja: „Nú er þetta komið.“ En ef maður brýtur hlutina ekki upp og gerir eitthvað sem er krefjandi reglulega endar maður bara á að staðna og fá leið á hlutunum, alveg sama hvað þeir eru skemmtilegir,“ segir Hjálmar. Mættur í enska boltann Hjálmar mun í vetur stýra þáttum tengdum enska boltanum á Sýn Sport ásamt Gumma Ben og hann er líka reglulegur gestur í hlaðvarpinu Dr. Football: „Það er of seint fyrir Sýn núna – af því að ég er búinn að skrifa undir – en ég hefði gert þetta frítt. Ég verð með þátt á fimmtudagskvöldum með Gumma Ben, þar sem fólk getur hringt inn eins og í gamla daga. Þú getur hringt inn og kvartað yfir Liverpool. Þetta verður vonandi lifandi og skemmtilegt. Svo verð ég líka í Doc Zone með Hjörvari Hafliða á laugardögum. Þetta var draumurinn minn sem krakki. Að fá borgað fyrir að lýsa eða tala um enska boltann. Að vera þarna með fjórum geggjuðum gaurum að horfa á enska boltann og fá borgað fyrir það. Ég hef verið að gera þetta heima í mörg ár án þess að fá borgað fyrir það. Mér finnst þetta bara gjörsamlega sturlað. Ég held að þau hafi fundið það þegar þau nálguðust mig að áhuginn hjá mér væri svo mikill að það myndi smita út frá sér. Þó að maður fái leið á mörgu og líka skemmtilegum hlutum trúi ég því ekki að ég muni nokkurn tíma fá leið á enska boltanum.“ Gekk ekki nógu vel í skólanum Hjálmar dreymdi um árabil um að geta lifað af því að skemmta sér og öðrum og það má heldur betur segja að það hafi tekist. „Ég fór þessa hefðbundnu leið að fara í hverfisskólann þegar ég fór í Menntaskólann við Sund og það var rosa gaman félagslega, en mér gekk ekki alveg nógu vel í skólanum, enda lærði ég ekki neitt og fannst bækurnar leiðinlegar. Ég vildi bara skemmta mér og hafa gaman. En hinir sem voru að skemmta sér með mér voru líka að læra, þannig að þau náðu prófunum, en ekki ég. Ég féll tvisvar og prófaði svo FB, en á endanum gafst ég bara upp og fór að vinna sem sölumaður. Svo var ég alltaf að reyna að búa eitthvað til á kantinum með það fyrir augum að ná að vinna við það að gera sjónvarpsþætti, vera skemmtikraftur eða annað í þeim dúr. Það er gott að minna mig á það núna, þegar ég vinn fulla vinnu við að skemmta fólki og tala um enska boltann. Ég hefði gefið allt fyrir það þegar ég var yngri og er gríðarlega þakklátur fyrir öll þessi tækifæri,“ segir Hjálmar. Hægt er að nálgast viðtalið við Hjálmar og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Ástin og lífið Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Lífið Fleiri fréttir Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarps Sölva Tryggvasonar. Þar segist Hjálmar hafa gjörbreytt lífsstílnum eftir að hafa fengið hjartaáfall í byrjun ársins. „Síðan ég fékk hjartaáfallið er ég búinn að vera að taka matarræðið í gegn. Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur, en ég er hægt og rólega að verða hann. Ég er fljótur að gleyma því þegar eitthvað erfitt gerist og þar af leiðandi er ég ekki jafnstrangur eins og fyrst eftir að þetta gerðist, en ég er langt frá því að vera á sama stað og ég var á áður en þetta gerðist. Þá var ég bara í roastbeef samlokum, orkudrykkjum og vínarbrauði í morgunmat. Núna er ég farinn að velja salat frekar en sveitta hamborgara beinlínis af því að mig langar til þess. Ég er bara búinn að drekka svona fjóra kaffibolla síðan ég fékk hjartaáfallið og það er mjög margt orðið miklu betra í lífsstílnum.“ Sjá má brot úr þættinum í spilaranum að neðan. Eins og ég megi ekki viðurkenna þetta Hjálmar segir að þegar maður sé búinn að breyta þessu í einhvern tíma þá hætti mann að langa stöðugt í þetta óholla. „Mér líður stundum eins og ég megi ekki viðurkenna þetta, af því að Helgi Jean vinur minn og fleiri í kringum mig eru búnir að benda mér á þetta svo lengi. Nú líður mér pínu eins og þau séu búin að vinna,” segir Hjálmar og hlær. Hann hefur um árabil verið einn vinsælasti skemmtikraftur landsins og hefur verið uppbókaður nánast allan ársins hring. Var staðnaður En þó að hann hafi verið að upplifa draum sinn áttaði hann sig á því í fyrra að hann var orðinn staðnaður að eigin sögn. „Það er svo mikilvægt að vera innan um fólk sem er með lífsþorsta og vill skapa og gera eitthvað nýtt. Ég var fenginn til að leika í þáttaseríu sem heitir Útilega á síðasta ári og þá áttaði ég mig á því að ég þyrfti að endurnýja mig. Ég sat þarna með öllum þessum flottu leikurum og þetta var geggjuð reynsla og ég fattaði að ég hafði verið orðinn staðnaður og þurfti eitthvað „challenge“. Ég er búinn að vera að vinna „full time“ við skemmtanabransann síðan 2017, en þarna í maímánuði 2024 áttaði ég mig á því að ég væri staðnaður. Maður fattar það oft ekki fyrr en eitthvað svona gerist að maður er búinn að vera fastur í sama farinu. Það að leika í þessum þáttum var eiginlega bara „spiritual“ reynsla fyrir mig og hrikalega gaman og góð áskorun. Þetta var allt svo áhugavert og nýtt að það opnaði algjörlega augu mín fyrir því að ég yrði að gera eitthvað nýtt með reglulegum hætti. Það er svo stór hluti af manni sem vill bara hafa hlutina eins og halla sér aftur í stólnum og segja: „Nú er þetta komið.“ En ef maður brýtur hlutina ekki upp og gerir eitthvað sem er krefjandi reglulega endar maður bara á að staðna og fá leið á hlutunum, alveg sama hvað þeir eru skemmtilegir,“ segir Hjálmar. Mættur í enska boltann Hjálmar mun í vetur stýra þáttum tengdum enska boltanum á Sýn Sport ásamt Gumma Ben og hann er líka reglulegur gestur í hlaðvarpinu Dr. Football: „Það er of seint fyrir Sýn núna – af því að ég er búinn að skrifa undir – en ég hefði gert þetta frítt. Ég verð með þátt á fimmtudagskvöldum með Gumma Ben, þar sem fólk getur hringt inn eins og í gamla daga. Þú getur hringt inn og kvartað yfir Liverpool. Þetta verður vonandi lifandi og skemmtilegt. Svo verð ég líka í Doc Zone með Hjörvari Hafliða á laugardögum. Þetta var draumurinn minn sem krakki. Að fá borgað fyrir að lýsa eða tala um enska boltann. Að vera þarna með fjórum geggjuðum gaurum að horfa á enska boltann og fá borgað fyrir það. Ég hef verið að gera þetta heima í mörg ár án þess að fá borgað fyrir það. Mér finnst þetta bara gjörsamlega sturlað. Ég held að þau hafi fundið það þegar þau nálguðust mig að áhuginn hjá mér væri svo mikill að það myndi smita út frá sér. Þó að maður fái leið á mörgu og líka skemmtilegum hlutum trúi ég því ekki að ég muni nokkurn tíma fá leið á enska boltanum.“ Gekk ekki nógu vel í skólanum Hjálmar dreymdi um árabil um að geta lifað af því að skemmta sér og öðrum og það má heldur betur segja að það hafi tekist. „Ég fór þessa hefðbundnu leið að fara í hverfisskólann þegar ég fór í Menntaskólann við Sund og það var rosa gaman félagslega, en mér gekk ekki alveg nógu vel í skólanum, enda lærði ég ekki neitt og fannst bækurnar leiðinlegar. Ég vildi bara skemmta mér og hafa gaman. En hinir sem voru að skemmta sér með mér voru líka að læra, þannig að þau náðu prófunum, en ekki ég. Ég féll tvisvar og prófaði svo FB, en á endanum gafst ég bara upp og fór að vinna sem sölumaður. Svo var ég alltaf að reyna að búa eitthvað til á kantinum með það fyrir augum að ná að vinna við það að gera sjónvarpsþætti, vera skemmtikraftur eða annað í þeim dúr. Það er gott að minna mig á það núna, þegar ég vinn fulla vinnu við að skemmta fólki og tala um enska boltann. Ég hefði gefið allt fyrir það þegar ég var yngri og er gríðarlega þakklátur fyrir öll þessi tækifæri,“ segir Hjálmar. Hægt er að nálgast viðtalið við Hjálmar og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Ástin og lífið Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Lífið Fleiri fréttir Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Sjá meira