Hlutafjárútboð hafið og markaðsvirði Íslandsbanka áætlað 150 milljarðar króna Bankasýsla ríkisins, fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands, og Íslandsbanki hf., hafa birt lýsingu og tilkynnt stærð fyrirhugaðs hlutafjárútboðs í bankanum og leiðbeinandi verðbil þess. Selja á rúmlega 636 milljón hluti en útboðshlutirnir, og valréttarhlutirnir, nema að hámarki 35 prósentum af heildarhlutafé bankans. 7.6.2021 09:07
Kona dæmd vegna banaslyss á Þingvallavegi árið 2018 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á fertugsaldri í þriggja mánaða fangelsi vegna banaslyss sem varð á Þingvallavegi í Mosfellsbæ, nálægt Æsustöðum, í júlí 2018. Fullnusta refsingarinnar skal frestað í tvö ár, haldi dæmda almennt skilorð. 7.6.2021 08:18
Guðmundur og Bjarney efst á lista Viðreisnar Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, mun leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fram fara 25. september næstkomandi. Listi flokksins í kjördæminu hefur nú verið birtur í heild sinni. 7.6.2021 07:53
Flokkur forsetans missir meirihlutann Flokkur Andres Manuel Lopez Obrador Mexíkóforseta virðist hafa misst meirihluta sinn í neðri deild mexíkóska þingsins í kosningum sem fram fóru í gær. Fyrstu tölur benda þó til þess að flokkurinn, Morena, auk stuðningsflokka hans, hafi tryggt sér nægilega mörg þingsæti til að ná meirihluta. 7.6.2021 07:31
Víða skúrir og hiti að átján stigum Lægð dagsins er staðsett yfir Vesturlandi í morgunsárið og fylgir henni sunnan- og suðaustanátt víða á bilinu fimmtán til þrettán metrum á sekúndu. Sökum nálægðar við lægðarmiðjuna verður hægari vindur þó vestantil. 7.6.2021 07:09
Friederike Mayröcker er látin Austurríski rithöfundurinn og ljóðskáldið Friederike Mayröcker er látin, 96 ára að aldri. 4.6.2021 13:05
Guðni og Eliza heimsækja Ölfus Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid halda í opinbera heimsókn til Ölfuss á mánudaginn. Heimsóknin stendur í einn dag en þar munu þau kynna þau sér ýmsa starfsemi í sveitarfélaginu og heimsækja grunnskólann, fyrirtæki og stofnanir. 4.6.2021 12:14
Innkalla bjór vegna slysahættu ÁTVR hefur innkallað vöruna The Brothers Brewery Sigla Humlafley Session IPA, sem er bjór, í 330 ml áldós þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu. 4.6.2021 09:57
Ekki lengur jarðsett á eftirsóttasta tímanum vegna styttingar vinnuvikunnar Ekki verður lengur jarðsett í Reykjavík síðdegis á föstudögum, sem hefur verið eftirsóttasti tími vikunnar til útfara, vegna styttingar vinnuvikunnar hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. 4.6.2021 07:37
Hiti allt að tuttugu stigum norðanlands Veðurstofan spáir suðvestanátt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu, þar sem hvassast verður með suðurströndinni. Skýjað að mestu um landið og víða dálítil rigning með köflum. 4.6.2021 07:07