Prins sakaður um að hafa banað „stærsta birni Rúmeníu“ Umhverfisverndarsamtök í Rúmeníu hafa sakað Emanuel, prins í Liechtenstein, um að hafa skotið björninn Artúr á verndarsvæði í Karpatafjöllum. Artúr er sagður hafa verið „stærsti björn Rúmeníu“, en bann ríkir við minjaveiðum á stærri rándýrum í landinu. 6.5.2021 07:52
Hiti um tíu stig suðvestanlands en annars fremur kalt Útlit er fyrir norðan golu eða kalda í dag og á morgun, en austlægari vindi syðst á landinu. Bjartviðri vestanlands, en annars skýjað að mestu og sums staðar dálítil él eða skúrir. 6.5.2021 07:27
Flutt slösuð frá gosstöðvunum í gærkvöldi Kona var flutt frá gosstöðvunum í Geldingadölum á Reykjanesskaga í gærkvöldi en óttast var að hún hefði fótbrotnað. 6.5.2021 07:12
Alan McLoughlin er látinn Írski knattspyrnumaðurinn Alan McLoughlin er látinn, 54 ára að aldri. Hann greindi frá því í mars síðastliðinn að hann glímdi við krabbamein. 5.5.2021 13:58
Fyrsta fluginu til Íslands flýtt um mánuð Breska flugfélagið Jet2.com og Jet2CityBreaks hefur ákveðið að flýta um mánuð áætlunum sínum um flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands. 5.5.2021 13:32
Misstu stjórn á hjólunum á gölluðu og hálu malbikinu Rannsóknanefnd samgönguslysa hefur nú birt skýrslu sína um banaslysið sem varð á Vesturlandsvegi í júní síðastliðinn þar sem 54 ára karlmaður og 53 ára kona létust. Þar kemur fram að ökumaður bifhjólsins hafi misst stjórn á hjólinu á hálu vegyfirborðinu svo bifhjólið féll á hliðina og rann yfir á öfugan vegarhelming í veg fyrir húsbifreið. 5.5.2021 12:30
Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Orkla ASA hefur komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríus hf. 5.5.2021 11:25
Fjögur ráðin til Kviku eignastýringar Andri Stefan Guðrúnarson, Helen Ólafsdóttir, Pétur Richter og Sigurður Pétur Magnússon hafa öll verið ráðin til Kviku eignastýringar. 5.5.2021 10:36
Fimm látnir eftir sveðjuárás á dagheimili Fimm eru látnir eftir sveðjuárás átján ára karlmanns á dagheimili í suðurhluta Brasilíu í gær. Lögregla segir að þrjú börn, öll yngri en tveggja ára, hafi látist í árásinni, auk tveggja starfsmanna. 5.5.2021 08:14
TF-GNA komin til landsins TF-GNA, nýjasta björgunarþyrla þjóðarinnar, lenti á Reykjavíkurflugvelli á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Vélin var ferjuð í nokkrum áföngum frá Stafangri í Noregi með viðkomu á Hjaltlandseyjum, Færeyjum og Egilsstöðum áður en Gná komst loks í heimahöfn í Reykjavík. 5.5.2021 07:52