Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Það verður ansi hvasst austast á landinu í dag og einkum á sunnanverðu Austfjörðum þar sem varasamar hviður og sterkur meðalvindur getur valdið vegfarendum vandræðum. Gul viðvörun er í gildi fyrir Austfirði í dag og fram á kvöld. 12.11.2025 07:00
Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Kjörstjórn Viðreisnar í Reykjavík hefur ákveðið að kjördagur í leiðtogavali flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningarnar verði þann 31.janúar næstkomandi. 11.11.2025 14:49
Leikkonan Sally Kirkland er látin Bandaríska leikkonan Sally Kirkland, sem vann til Golden Globe-verðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Anna frá árinu 1987, er látin. Hún varð 84 ára gömul. 11.11.2025 14:29
Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Auglýsingastofan Hvíta húsið hefur ráðið João Linneu í stöðu aðstoðarsköpunarstjóra (e. associate creative director). 11.11.2025 13:35
Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Stjórn Ljósleiðarans hefur ráðið Þuríði Björgu Guðnadóttur í starf framkvæmdastýru félagsins. Hún tekur við starfinu af Einari Þórarinssyni sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Ljósleiðarans síðustu ár. 11.11.2025 12:30
Gul viðvörun á Austfjörðum Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna norðvestan hvassviðris eða storms á Austfjörðum á morgun. 11.11.2025 12:23
Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Gagnaversfyrirtækið atNorth hefur ráðið tvo nýja stjórnendur í þróunarteymi fyrirtækisins. Bára Hlín Kristjánsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður verkefnastjórnunar og vörustjórnunar og Hallgrímur Örn Arngrímsson forstöðumaður þróunar og afhendingar nýrra gagnavera á Íslandi. 11.11.2025 10:01
Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Seinni dagur Heimsþings kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum, fer fram í Hörpu í dag. Heimsþingið er einstakur vettvangur þar sem yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá öllum heimshornum ræða stöðu heimsmála, lýðræði, jafnrétti og leiðtogahlutverk kvenna á tímum mikilla breytinga. 11.11.2025 08:33
Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Yfir Grænlandsjökli er öflug og víðáttumikil hæð, en vestur af Írlandi er víðáttumikið lægðasvæði. Staða veðrakerfanna veldur því norðaustanátt á landinu. 11.11.2025 07:09
Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Síðasta sýning í Sambíóunum Álfabakka verður 31. janúar næstkomandi. Sam-félagið, sem rekur Sambíóin, mun þó halda rekstri kvikmyndahúsanna áfram af fullum krafti bæði í Kringlunni og Egilshöll, sem og á Akureyri. 10.11.2025 11:11
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent