Hróarskeldu og fleiri dönskum tónlistarhátíðum aflýst Ekkert verður af Hróarskeldu-hátíðinni í Danmörku í sumar. Forsvarsmenn hátíðarinnar hafa ákveðið að aflýsa hátíðinni vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Engin hátíð var heldur síðasta sumar. 4.5.2021 07:43
Áfram svalt loft yfir landinu og víða næturfrost Áfram er háþrýstisvæði og svalt loft yfir landinu og því víða næturfrost. Hiti fer þó upp í tíu stig suðvestanlands að deginum. Norðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu og hvassast austast á landinu. 4.5.2021 07:12
Októberhátíðinni í München aftur slaufað Yfirvöld í Bæjaralandi í Þýskalandi hafa ákveðið að aflýsa Oktoberfest í München, Októberhátíðinni, vegna faraldurs kórónuveirunnar, annað árið í röð. 3.5.2021 14:11
Ráðinn listrænn stjórnandi hjá H:N Magnús Hreggviðsson hefur verið ráðinn til H:N Markaðssamskipta sem listrænn stjórnandi. 3.5.2021 13:30
Danir hætta notkun á bóluefni Janssen Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að hætta notkun á bóluefni Johnson & Johnson, Janssen, gegn kórónuveirunni. 3.5.2021 13:26
Sjö í framboði í prófkjöri Framsóknar í Kraganum Sjö verða í framboði hjá Framsóknarflokknum í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri sem fram fer 8. maí. Kosið verður um fimm efstu sætin. 3.5.2021 11:08
Fjórir greindust innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 3.5.2021 10:48
Tekur við sem fjármála- og rekstrarstjóri Aha.is Ísak Gunnarsson hefur verið ráðinn í starf fjármála- og rekstrarstjóra aha.is. 3.5.2021 10:26
DNB sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins Norska fjármálaeftirlitið hefur sektað DNB-bankann um 400 milljónir norska króna, um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. 3.5.2021 10:21
Guðjón ráðinn birtingastjóri Guðjón A. Guðmundsson hefur verið ráðinn í starf birtingastjóra birtingafyrirtækisins Datera. Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri VERT markaðsstofu síðustu ár. 3.5.2021 10:03