Framlengja ekki samninga sína við AstraZeneca og Johnson & Johnson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok. 14.4.2021 08:13
Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14.4.2021 07:26
Fiskisund og Birta í hópi stærstu hlutahafa Play Fjárfestingafélagið Fiskisund, sem Einar Örn Ólafsson fjárfestir fer fyrir, og lífeyrissjóðurinn Birta verða í hópi þriggja stærstu hluthafa Play í kjölfar nýafstaðins hlutafjárútboðs hins verðandi flugfélags. 14.4.2021 07:10
Skipuð nýr skrifstofustjóri Hæstaréttar Ólöf Finnsdóttir hefur verið skipuð skrifstofustjóri Hæstaréttar frá 1. ágúst næstkomandi og til fimm ára. 13.4.2021 14:58
Fresta dreifingu á bóluefni Janssen í Evrópu Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson hefur ákveðið að fresta dreifingu á Janssen-bóluefninu í Evrópu. Þetta er gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins líkt og sagt var frá í morgun. 13.4.2021 14:24
Fiskibátur strandaði í Krossavík Fiskibátur á netaveiðum með tvo um borð strandaði í Krossavík, austan við Reykjanestá, í hádeginu í dag. 13.4.2021 13:50
Siumut gengur frá samningsborðinu Siumut, sem hefur leitt stjórnina á Grænlandi síðustu ár, er ekki lengur hluti af stjórnarmyndunarviðræðum Inuit Ataqatigiit sem vann mikinn sigur í kosningunum í landinu í síðustu viku. 13.4.2021 13:43
Sonurinn grunaður um morðið Maðurinn sem er í haldi norsku lögreglunnar og grunaður um að hafa skotið lögfræðinginn Tor Kjærvik til bana, er sonur Kjærvik. 13.4.2021 12:40
Þrír greindust innanlands og voru allir utan sóttkvíar Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust í gær voru utan sóttkvíar. 13.4.2021 10:42
Ráðin í starf mannauðsstjóra Valitors Erla Sylvía Guðjónsdóttir hefur verið ráðin í starf mannauðsstjóra Valitor. Hún mun bera ábyrgð á mannauðsmálum félagsins á alþjóðavísu. 13.4.2021 10:28