Gular viðvaranir vegna yfirvofandi hríðarveðurs Nú er hann lagstur í vaxandi norðanátt og fer að snjóa víða á landinu í dag. Það gengur á með hríðarveðri á norðurhelming landsins eftir hádegi og verða gular veðurviðvaranir vegna hríðar í gildi til hádegis á morgun. 25.3.2021 06:55
Geta ekki fylgst með hvort sóttkvíarbrjótar sæki gosstöðvarnar heim Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki sérstaklega augun á því hvort fólk sem sækir gosstöðvarnar í Geldingadal heim eigi að vera í sóttkví. 25.3.2021 06:44
Réðst á konu og var svo mættur fyrir utan hús hennar skömmu síðar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi karlmann sem hafði kýlt konu í andlitið í miðborg Reykjavíkur og svo farið af vettvangi. Skömmu síðar tilkynnti konan að árásarmaðurinn væri mættur fyrir framan hús hennar. 25.3.2021 06:15
Vill eitt af efstu sætum Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi Gunnar Rúnar Kristjánsson, bóndi og starfsmaður Rarik á Blönduósi, gefur kost á sér í 1. til 4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. 24.3.2021 14:48
Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust í gær Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri segir að „lokatölur“ hafi borist nú um klukkan 11. 24.3.2021 11:30
Sautján greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Sautján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórtán þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír utan sóttkvíar. Ekki hafa svo margir greinst innanlands á einum degi síðan 30. nóvember. 24.3.2021 10:54
Tólf sagt upp hjá Íslandsbanka Tólf starfsmönnum Íslandsbanka var sagt upp í morgun. Þetta staðfestir Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri bankans í samtali við Vísi. 24.3.2021 10:46
Vaktin: Ráðherrar leggjast yfir tillögur Þórólfs og kynna aðgerðir Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu í morgun til aukaupplýsingafundar klukkan 11 í dag. Hálftíma síðar var hætt við fundinn. 24.3.2021 09:31
Framtíð ferðaþjónustunnar: Björn Leví ræðir stöðu og horfur Björn Leví Gunnarsson frá Pírötum er næsti gestur í þættinum Samtal við stjórnmálin sem Samtök ferðaþjónustunnar stendur að. 24.3.2021 08:46
Stýrivextir haldast óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75 prósent. 24.3.2021 08:31