varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lögregla fór á svig við lög á Facebook

Móttaka lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum í gegnum Facebook samrýmist ekki lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Þetta er niðurstaða Persónuverndar.

58 látnir eftir árás víga­manna í Níger

Tugir óbreyttra borgara eru látnir eftir árás hóps vígamanna í Níger síðdegis á mánudag. Talsmaður nígerskra stjórnvalda segir að vígamennirnir hafi verið á bifhjólum og ráðist á fólkið þar sem það var á leið heim af markaði í Banibangou, nærri landamærunum að Malí.

Top Gear-stjarnan Sabine Schmitz látin

Kappaksturs- og Top Gear-stjarnan Sabine Schmitz er látin 51 árs að aldri. Hin þýska Schmitz, sem þekkt var sem „Drottning Nürburgring“, hafði glímt við krabbamein síðustu ár.

Hollendingar að kjör­borðinu í skugga heims­far­aldurs

Kjörstöðum í Hollandi verður lokað í kvöld, en þingkosningar hafa staðið yfir í landinu síðan á mánudag. Forsætisráðherra landsins til tíu ára, hinn 54 ára Mark Rutte, sækist þar eftir því að framlengja stjórnartíð sína.

Missti sjónina tíma­bundið eftir of stóran skammt 2018

Bandaríska söngkonan Demi Lovato missti sjónina tímabundið eftir að hafa tekið inn of stóran skammt fíkniefna árið 2018. Nærri tveir mánuðir liðu þar til að sjónin varð það góð á ný þannig að hún gat lesið bók. Hún glímir þó við vandamál með sjónina enn þann dag í dag.

Bond-leikarinn Yaphet Kotto er látinn

Bandaríski leikarinn Yaphet Kotto, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í Alien og Bond-myndinni Live and Let Die, er látinn. Hann varð 81 árs gamall.

Svíar stöðva einnig notkun á bólu­efni AstraZene­ca

Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca þar til að Lyfjastofnun Evrópu hefur lokið rannsókn sinni á mögulegum aukaverkunum. Fjölmörg ríki Evrópu hafa nú þegar stöðvað notkunina, þar á meðal Ísland, eftir að fréttir bárust af því að að fólk hafi verið að fá blóðtappa í kjölfar sprautunnar.

Sjá meira