Mikill sinubruni við Korpúlfsstaðaveg Mikill sinubruni logar nú við Korpúlfsstaðaveg í Reykjavík. Fjölmennt lið slökkviliðs er á svæðinu og er slökkvistarf í gangi. Tvær stöðvar voru sendar á staðinn sem og auka tankbíll úr Hafnarfirði. 2.2.2021 08:11
Mikir gróðureldar í nágrenni Perth Miklir skógar- og kjarreldar loga nú í nágrenni áströlsku borgarinnar Perth í vesturhluta landsins en þar eru allir íbúar í útgöngubanni vegna kórónuveirusmits sem upp kom á dögunum. 2.2.2021 08:03
Leikarinn Hal Holbrook fallinn frá Bandaríski leikarinn Hal Holbrook er látinn, 95 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Beverly Hills fyrir um viku síðan, en hann var þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk rithöfundarins Mark Twain í sýningunni Mark Twain Tonight! 2.2.2021 07:48
Ósannað að aðstoð við mæðgur sem komu til landsins hafi verið refsiverð Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað tvo af ákæru um að hafa skipulagt og aðstoðað konu og tvær dætur hennar að koma ólöglega til Íslands í þeim tilgangi að sækja um hæli hér á landi. 27.1.2021 15:30
Óska eftir vitnum að hjólreiðaslysi í Breiðholti þar sem maður lést Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir vitnum að slysi sem varð á göngustíg á móts við Hagasel 14-22 í Breiðholti laugardagsmorguninn 16. janúar. 27.1.2021 14:09
Eurovision-lag Daða Freys frumflutt 13. mars Framlag Íslands í Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí verður frumflutt 13. mars. Daði Freyr og Gagnamagnið verða fulltrúar Íslands að þessu sinni, en líkt og alkunna er var Eurovision aflýst á síðasta ári vegna heimsfaraldursins. Daði Freyr og Gagnamagnið áttu þar að vera fulltrúar Íslands með laginu Think About Things. 27.1.2021 13:41
Árekstur á mótum Sæbrautar og Skeiðarvogs Einn var fluttur á sjúkrahús eftir árekstur tveggja bíla á mótum Sæbrautar og Skeiðarvogs í Reykjavík um hádegisbil. 27.1.2021 13:30
Diljá stýrir snjallvæðingu hjá Veitum Diljá Rudolfsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona snjallvæðingar hjá Veitum. 27.1.2021 13:22
Bein útsending: Húsnæðisþing Árlegt húsnæðisþing félagsmálaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) fer fram í dag milli klukkan 13 og 15. Þingið fer fram í gegnum streymi sem er opið öllum og er hægt að fylgjast með útsendingunni hér á Vísi. Yfirskrift þingsins í ár er Húsnæði – undirstaða velsældar. 27.1.2021 12:31
Fjórir greindust innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví. 27.1.2021 10:57