Tímakaup á Íslandi áttunda hæsta í Evrópu Ísland skipar áttunda sætið á lista yfir miðgildi tímakaups í ríkjum Evrópu í október 2018 að teknu tilliti til verðlags. Tímakaup var hæst í Danmörku, hvort sem litið sé til tímakaups í evrum eða jafnvirðisgildum, en lægst í Albaníu. 25.1.2021 13:39
Sarah Sanders vill verða næsti ríkisstjóri Arkansas Sarah Sanders, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Donalds Trump, hyggst sækjast eftir því að taka við embætti ríkisstjóra Arkansas. Bæði AP og Reuters segja frá því að búist sé við tilkynningu þessa efnis frá Sanders síðar í dag. 25.1.2021 13:15
Elfa Svanhildur nýr forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Elfu Svanhildi Hermannsdóttur í embætti forstjóra Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. 25.1.2021 12:06
Handtekinn vegna gruns um að hafa skotið Karolin Hakim til bana Lögregla í Svíþjóð hefur handtekið 22 ára karlmann vegna gruns um að hafa skotið hina 31 árs gömlu Karolin Hakim til bana í Malmö í ágúst 2019. Karolin Hakim starfaði sem læknir og hélt á fjögurra mánaða barni sínu þar sem hún var á gangi með manni sínum fyrir utan heimili sitt þegar hún var skotin í höfuðið. 25.1.2021 11:20
Einn greindist innanlands Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sá sem greindist var í sóttkví. 25.1.2021 10:42
Forseti Portúgals endurkjörinn Marcelo Rebelo de Sousa, forseti Portúgals, var endurkjörinn í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu um helgina. Sousa tók við forsetaembættinu fyrir fimm árum og verður þetta hans annað kjörtímabil. 25.1.2021 10:29
Ný átök á landamærum Kína og Indlands Aftur hefur komið til átaka milli indverskra og kínverskra hersveita við landamæri ríkjanna. Bæði indverskir og kínverskir hermenn eru sagðir hafa særst í átökunum að því er fram kemur í indverskum fjölmiðlum. 25.1.2021 10:18
Níu námuverkamannanna látnir Níu þeirra námuverkamanna sem fastir voru í gullnámu í Shandong-héraði eftir að hún féll saman fyrr í mánuðinum, eru látnir. 25.1.2021 10:04
Rýmingu aflétt í Skutulsfirði Veðurstofan hefur aflýst hættustigi sem varðar þau þrjú atvinnuhúsnæði sem rýmd voru á Ísafirði í Skutulsfirði síðastliðinn föstudag. 25.1.2021 08:46
Forseti Mexíkó greindist með Covid-19 Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, hefur tilkynnt að hann hafi greinst með Covid-19. 25.1.2021 07:50