Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm greindust á landamærum. Alls eru 89 manns nú í einangrun vegna Covid-19. 22.1.2021 10:37
Rústabjörgunarmaður vill annað sætið á lista Pírata í Kraganum Gísli Rafn Ólafsson hefur ákveðið að kost á sér í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fram fara næsta haust. Hann sækjast eftir öðru sæti á lista flokksins í því kjördæmi, sæti sem hann segir að verði án efa baráttusæti. 22.1.2021 10:01
Bæjarstjóri Fjarðabyggðar vill á þing Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér í annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar sem fram fara næsta haust. 22.1.2021 09:01
Nýju Bond-myndinni enn frestað Frumsýningu á nýju myndinni um njósnara hinnar hátignar James Bond, No Time to Die, hefur enn á ný verið frestað. Aðstandendur myndarinnar tilkynntu í nótt að nýr frumsýningardagur sé 8. október næsta haust. 22.1.2021 08:47
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Bagdad Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa sagst bera ábyrgð á árásinni á markað á Tayaran-torgi í íröksku höfuðborginni Bagdad í gær þar sem tveir menn sprengdu sjálfa sig í loft upp. Að minnsta kosti 32 létu lífið í árásinni og á annað hundrað særðist. 22.1.2021 08:24
Eyðilegging og rafmagnsleysi í Noregi vegna óveðursins Frank Óveður sem hefur gengið undir nafninu Frank hefur herjað á Norðmenn í gær og í dag og valdið talsverðri eyðileggingu á mannvirkjum og rafmagnsleysi víða um land. 22.1.2021 07:55
Vilja að réttarhöld yfir Trump frestist fram í febrúar Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings fara þess nú á leit við Demókrata að þeir fresti réttarhöldum yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta, í öldungadeildinni fram í febrúar. Þetta skuli gert svo Trump fái færi á að undirbúa varnir í málinu. 22.1.2021 07:31
Fá AGS til að greina hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka yfir landamæri Norður- og Eystrasaltslöndin átta hafa leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að fá sjóðinn til að greina hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka yfir landamæri á svæðinu. 21.1.2021 14:24
Glastonbury-hátíðin aftur blásin af Aðstandendur Glastonbury-tónlistarhátíðarinnar hafa tilkynnt að hátíðin, sem átti að fara fram í sumar, hafi verið blásin af vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. 21.1.2021 13:08
Lögðu hald á sjötíu kannabisplöntur í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í heimahúsi í Hafnarfirði í vikunni. 21.1.2021 12:41