Saka Þorgerði Katrínu um rógburð og krefjast afsökunarbeiðni Samtök fyrirtækja í landbúnaði segja Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar hafa gefið í skyn í umræðum á Alþingi í gær að samtökin styddu ekki við Úkraínumenn í baráttu sinni gegn innrás Rússlands. 10.6.2023 15:05
Lýst eftir 46 ára karlmanni í tengslum við rannsókn lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Krzystof Dariusz Krzeminski, 46 ára, vegna máls sem hún hefur til rannsóknar. 10.6.2023 14:56
Íslendingur ákærður fyrir líkamsárás og rán í Danmörku 33 ára Íslendingur var handtekinn vegna líkamsárásar og ráns í dönsku borginni Hróarskeldu þann 8. júní síðastliðinn. 10.6.2023 13:43
Ætlar að krefja endurvinnslufyrirtækin um endurgreiðslu Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra hyggst krefja íslensk endurvinnslufyrirtæki um endurgreiðslu á fjármunum sem greiddir voru úr Úrvinnslusjóði vegna endurvinnslu á fernum sem voru í raun og veru brenndar. Um er að ræða tugi milljóna króna sem greiddar voru til endurvinnslufyrirtækjanna. 10.6.2023 12:02
Ísland í efsta sæti yfir öruggustu lönd í heimi Fjórtánda árið í röð vermir Ísland toppsætið yfir tíu öruggustu lönd heims. Landið er einnig efst á lista yfir öruggustu lönd í Evrópu. 10.6.2023 10:59
Maður handtekinn vegna hótana Maður var vistaður í fangageymslu lögreglunnar í nótt vegna hótana. Talið er að hann hafi verið vopnaður. 10.6.2023 10:10
Íslenskar konur sem kjósa barnleysi: „Það var mjög frelsandi að átta sig á því að þetta væri val“ „Ég vel þetta í stóra samhenginu af umhverfisástæðum, en í smærra samhenginu vegna þess að mér finnst þetta bara ekki vera spennandi verkefni,“ segir Ása Hlín Benediktsdóttir, 39 ára bókmenntafræðingur. 4.6.2023 10:00
Kunnugleg andlit á djamminu í Hollywood í gamla daga „Nýr skemmtistaður, Hollywood, var opnaður i gærkvöldi með „grandeur" sem hæfir nafninu. Fullt var út að dyrum og margir urðu frá að hverfa.“ Þannig hófst frétt sem birtist á forsíðu Vísis þann 3. mars árið 1978. 4.6.2023 09:12
Söknuðurinn er alltaf til staðar Brynja Eiríksdóttir var einungis 12 ára gömul þegar faðir hennar, Eiríkur Örn Stefánsson, var bráðkvaddur. Á þeim tíma, árið 2004, var lítill sem enginn stuðningur í boði fyrir einstaklinga sem misst hafa maka og börn þeirra. Það breyttist árið 2013 þegar samtökin Ljónshjarta voru stofnuð og segir Brynja gífurlega mikilvægt að aðstandendur hafi slíkt bakland á meðan tekist er á við sorgina. 4.6.2023 08:02
Flúði farbann vegna nauðgunar og býðst til að spila frítt Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés Ramiro Manga Escobar, sem flúði Ísland í farbanni í desember síðastliðnum eftir að hafa hlotið fangelsisdóm fyrir nauðgun, er ennþá staddur í Kólumbíu og segist ólmur vilja hasla sér völl í atvinnumennsku á ný. Hefur hann boðist til að spila frítt fyrir sitt gamla félag, Deportivo Cali. 3.6.2023 08:01