Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Halla Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður VR, segir úrslit í formannskjörinu ekki hafa komið sér á óvart. Sitjandi formaður sé alltaf með forskot en hún hafi haft aðgengi að sömu gögnum og aðrir frambjóðendur. Mikil vinna sé framundan í félaginu. 13.3.2025 15:29
„Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Fjármálaráðherra segir að það muni taka þjóðarbúið áratugi að greiða upp þá ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða króna sem Íbúðalánasjóður skildi eftir. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. 10.3.2025 19:08
Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs næstu fjögur ár samkvæmt tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir hægt að byrja strax á að sameina lögregluembætti. Þá hefur hún ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. 4.3.2025 20:02
Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Utanríkisráðherra ætlar að leggja fram nýja öryggis- og varnarmálastefnu fyrr en ráðgert var. Þá ætlar hún að stofna þverpólitíska öryggis-og varnamálarnefnd á næstu vikum vegna viðkvæmrar stöðu í heimsmálunum. 4.3.2025 14:32
Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist standa við yfirlýsingar sínar varðandi Úkraínu og hefur ekki í hyggju að rifa seglin. 4.3.2025 13:40
Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Enginn stjórnmálaflokkur uppfyllti skilyrði nýrra laga um skráningu flokka þegar fjármálaráðuneytið greiddi út fyrstu styrkina eftir lagabreytingu. Fjármálaráðherra telur að ráðuneytið hefði átt að bíða með greiðslurnar þar til skráning flokkanna væri lögum samkvæmt. 3.3.2025 19:33
Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Oddviti Flokks fólksins í borginni segir að með stuðningi ríkisins verði hægt að fjölga ferðum hjá Strætó strax næsta haust. Fyrrverandi borgarstjóri bendir á að ákveðið hafi verið að auka ferðatíðni strætó í hans stjórnartíð. Þá ætlar núverandi meirihluti að stöðva áform um að fækka bílastæðum í borginni þar til Borgarlína verður tekin í gagnið. 27.2.2025 20:02
Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Rætt verður við borgarfulltrúa úr nýjum meiri- og minnihluta í Reykjavík í Pallborðinu á Vísi í dag klukkan 14. Farið verður yfir brýnustu verkefnin en nýr meirihluti hefur aðeins um fjórtán mánuði til að láta verkin tala. 27.2.2025 10:12
„Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Verkfallsaðgerðir hefjast að minnsta kosti í ríflega þrjátíu skólum á landinu á næstu vikum takist ekki að semja við kennara. Nemendur í Borgarholtsskóla eru áhyggjufullir og óttast tafir á námi. Aðstoðarskólastjóri segir alltaf hættu á brottfalli dragist verkfall á langinn. 17.2.2025 20:02
Drög að málefnasamningi liggi fyrir Drög að málefnasamningi liggja fyrir í meirihlutaviðræðunum í Reykjavík meðal annars með nýjungum í húsnæðismálum, að sögn oddvita Samfylkingar. Þær hafi samið um fjölmargar aðgerðir í borginni og ætli að óska eftir auka borgarstjórnarfundi í vikunni. 17.2.2025 18:31