„Hjálpið okkur að hjálpa ykkur“ Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar og einn skipuleggjenda menningarhátíðarinnar Ljósanætur segir aukið viðbragð verða á hátíðinni vegna ákalls um aðgerðir til að sporna við ofbeldi meðal ungmenna. 4.9.2024 20:07
Aukinn viðbúnaður á Ljósanótt og Októberfest Skipuleggjendur Ljósanætur og Októberfest SHÍ ætla að auka viðbúnað í kringum hátíðirnar vegna alvarlegra atvika undanfarið í samfélaginu. Þá hefur verið ákveðið að nota málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum á höfðuborgarsvæðinu. Forseti Stúdentaráðs segir mikilvægt að fólk upplifi sig öruggt. 4.9.2024 19:02
Málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum Málmleitartæki verða notuð í öryggisgæslu á framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forsvarsmanns Go öryggi. Fyrirtækið hafi séð um öryggi á slíkum böllum um árabil og leitast sé við að nemendum líða vel. Tónlistarhátíð í Árbæ hefur verið frestað vegna álags hjá lögreglu. 4.9.2024 13:22
Vistunardagar barna í gæsluvarðhaldi 520 á árinu Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir gríðarlegan vanda ríkja á Stuðlum, sérstaklega í neyðarvistun. Vistunardögum barna í gæsluvarðhaldi hefur fjölgað verulega frá árinu 2022. Hún segir álag á neyðarvistuninni valda því að ekki er hægt að sinna meðferðarhluta Stuðla eins vel og áður. 3.9.2024 21:06
Það hafi víst verið haft samráð og samtal Fyrrverandi innviðaráðherra hafnar því að ekki hafi verið haft samráð við húseigendur og leigjendur þegar unnið var að breytingum á húsaleigulöggjöfinni. Formenn Samtaka leigjenda og húseigenda hafa lýst yfir mikilli óánægju með breytingarnar og kalla eftir nýrri löggjöf. 3.9.2024 20:46
Boða hertar aðgerðir gegn vopnaburði Ríkisstjórnin boðar hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna og hefur skipað starfshóp sem á að skila tillögum að aðgerðum á næstu dögum. Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við og svara ákalli þjóðarinnar. Lögregla hefur aldrei lagt hald á eins mikið magn hnífa og annarra vopna og síðustu ár. 3.9.2024 19:33
Fundaði með ráðherrum vegna vopnaburðar ungmenna Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir nauðsynlegt að setja aukinn kraft í aðgerðir og forvarnir til að sporna gegn aukinni ofbeldishegðun og vopnaburði barna sem vart hefur orðið við að undanförnu. Sigríður fundaði með ráðherrum ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem kynntar voru tillögur að frekari aðgerðum til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin. 3.9.2024 13:12
„Við erum búin að sitja í ríkisstjórn þar sem við höfum gefið ýmislegt eftir“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn þurfa að leita í ræturnar. Óánægju kjósenda megi meðal annars rekja til þess að flokkurinn hafi þurft að lúffa í ýmsum málaflokkum í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. 3.9.2024 12:36
Húseigendur og leigjendur vilja nýja löggjöf og kalla eftir samráði Leigjendur og húseigendur lýsa yfir mikilli óánægju með breytingu á húsaleigulögum. Forsvarsfólk þeirra segir að lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við þau meðan lögin voru í smíðum. Kallað er eftir nýrri húsaleigulöggjöf. 2.9.2024 21:00
„Þetta er aðför að veikum rétti leigjenda“ Formaður samtaka leigjenda gagnrýnir harðlega breytingu á húsaleigulögum sem tók gildi nú um mánaðarmótin. Um sé að ræða aðför að leigjendum þar sem staða leigusalans sé fyrst og fremst styrkt. Ekki hafi verið tekið tillit til krafna samtakanna við breytingu laganna heldur þvert á móti. 2.9.2024 13:55