Hefur áhyggjur af unga fólkinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. október 2025 14:07 Ásgeir Jónsson segir ákvörðun um að halda stýrivöxtum óbreyttum koma hvað verst niður á ungu fólki sem vill komast inn á fasteignamarkaðinn. Hann hefur áhyggjur af stöðu hópsins. Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir merki um að hagkerfið sé að kólna hefur Peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum annað skiptið í röð. Seðlabankastjóri segir að fall Play hafi ekki haft mikil áhrif á ákvörðunina. Það þurfi að ná verðbólguvæntingum niður og fyrr verði ekki hægt að lækka vextina. Hann hefur áhyggjur af unga fólkinu sem er að reyna að komast inn á fasteignamarkaðinn. Stýrivextir Seðlabankans bankans verða því áfram 7,5 prósent. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem var sammála um ákvörðunina kemur fram stærsti áhrifavaldur hennar sé að verðbólga sé enn yfir verðbólgumarkmiðum bankans sem er 2,5 prósent. Hún mældist 4,1 prósent í september og jókst um 0,3 prósentur frá því í ágúst. Of miklar launahækkanir og hátt húsnæðisverð Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir merki um að hagkerfið sé að kólna þurfi meira til að lækka vexti. „Það er enn mikil spenna í hagkerfinu. Það hafa verið gríðarlega miklar launahækkanir og verðbólga er enn of mikil en ég tek fram að í yfirlýsingunni bætist við orðið enn því við teljum að hagkerfið sé á leið í kólnun. Enn þýðir það að við teljum hlutina vera að þróast á réttan hátt,“ segir Ásgeir. Ásgeir vitnar þarna í klausu yfirlýsingu Peningastefnunefndar þar sem segir: Margt hefur þokast í rétta átt en þær aðstæður hafa ekki enn skapast að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Mögulega störukeppni Aðspurður um hvort að um sé að ræða einhvers konar störukeppni milli verðbólgu og stýrivaxta á þessu stigi svarar Ásgeir: „Mögulega. Núna er t.d. verðbólga án húsnæðis nálægt markmiði. Það hafa verið hækkanir á húsnæðismarkaði sem hafa haldið verðbólgu uppi núna. Að einhverju lvegna hinna svokölluðu Grindarvíkuráhrifa. En ég trú á því að bæði fasteignamarkaðurinn og vinnumarkaðurinn séu á leið í miklu betra jafnvægi og við séum að fara að sjá meiri stöðugleika,“ segir hann. Mikil áhrif á ungt fólk Aðspurður um hvort hann hafi áhyggur af stöðu ungs fólks sem á erfitt með að koma inn á fasteignamarkaðinn vegna hárra vaxta og krafna sem hafa verið settar varðandi lánakjör svarar Ágeir því játandi. „Það er það sem ég hef miklar áhyggjur af. Staða fólks ræðst dálítið af því hvenær það komst inn á fasteignamarkaðinn. Þeir sem komu inn á fasteignamarkaðinn heppilegum tíma eru í góðri stöðu. Ungt fólk sem er að koma inn núna er í erfiðri stöðu. Við höfum fullan skilning á því. Þetta er erfitt fyrir Seðlabankann við höfum bara almenn tæki og beitum stýrivöxtum sem hafa áhrif á allt kerfið. Við getum ekki haft áhrif á einstaka hópa.“ Hann segir að fall flugfélagsins Play og afleiðingar þess hafi haft lítil áhrif á ákvörðunina núna „Það hafði ekki mikil áhrif. Ég held að það muni aðrir aðilar koma inn með framboð á flugferðum,“ segir Ásgeir. Seðlabankinn Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira
Stýrivextir Seðlabankans bankans verða því áfram 7,5 prósent. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem var sammála um ákvörðunina kemur fram stærsti áhrifavaldur hennar sé að verðbólga sé enn yfir verðbólgumarkmiðum bankans sem er 2,5 prósent. Hún mældist 4,1 prósent í september og jókst um 0,3 prósentur frá því í ágúst. Of miklar launahækkanir og hátt húsnæðisverð Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir merki um að hagkerfið sé að kólna þurfi meira til að lækka vexti. „Það er enn mikil spenna í hagkerfinu. Það hafa verið gríðarlega miklar launahækkanir og verðbólga er enn of mikil en ég tek fram að í yfirlýsingunni bætist við orðið enn því við teljum að hagkerfið sé á leið í kólnun. Enn þýðir það að við teljum hlutina vera að þróast á réttan hátt,“ segir Ásgeir. Ásgeir vitnar þarna í klausu yfirlýsingu Peningastefnunefndar þar sem segir: Margt hefur þokast í rétta átt en þær aðstæður hafa ekki enn skapast að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Mögulega störukeppni Aðspurður um hvort að um sé að ræða einhvers konar störukeppni milli verðbólgu og stýrivaxta á þessu stigi svarar Ásgeir: „Mögulega. Núna er t.d. verðbólga án húsnæðis nálægt markmiði. Það hafa verið hækkanir á húsnæðismarkaði sem hafa haldið verðbólgu uppi núna. Að einhverju lvegna hinna svokölluðu Grindarvíkuráhrifa. En ég trú á því að bæði fasteignamarkaðurinn og vinnumarkaðurinn séu á leið í miklu betra jafnvægi og við séum að fara að sjá meiri stöðugleika,“ segir hann. Mikil áhrif á ungt fólk Aðspurður um hvort hann hafi áhyggur af stöðu ungs fólks sem á erfitt með að koma inn á fasteignamarkaðinn vegna hárra vaxta og krafna sem hafa verið settar varðandi lánakjör svarar Ágeir því játandi. „Það er það sem ég hef miklar áhyggjur af. Staða fólks ræðst dálítið af því hvenær það komst inn á fasteignamarkaðinn. Þeir sem komu inn á fasteignamarkaðinn heppilegum tíma eru í góðri stöðu. Ungt fólk sem er að koma inn núna er í erfiðri stöðu. Við höfum fullan skilning á því. Þetta er erfitt fyrir Seðlabankann við höfum bara almenn tæki og beitum stýrivöxtum sem hafa áhrif á allt kerfið. Við getum ekki haft áhrif á einstaka hópa.“ Hann segir að fall flugfélagsins Play og afleiðingar þess hafi haft lítil áhrif á ákvörðunina núna „Það hafði ekki mikil áhrif. Ég held að það muni aðrir aðilar koma inn með framboð á flugferðum,“ segir Ásgeir.
Seðlabankinn Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira