Geti verið stórhættulegt að fá inflúensu og Covid á sama tíma Ónæmisfræðingur segir aldrei mikilvægara en nú að bólusetja fyrir inflúensu. Stórhættulegt geti verið að fá inflúensuveiru og kórónuveiruna í lungun á sama tíma. 15.10.2020 19:39
Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15.10.2020 09:01
Frumvarp um mannanöfn: Stuðningur frá stjórnarandstöðu en stjórnarliðar hugsi Mannanafnafrumvarp dómsmálaráðherra nýtur, að því er virðist, fulls stuðnings Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata en deildar meiningar eru um það innan stjórnarflokkanna. Mikil andstaða er innan Miðflokksins. 13.10.2020 19:30
Minnir á að 200 gætu dáið ef veiran fengi að leika lausum hala Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að í umræðunni um nauðsyn þess að grípa til harðra aðgerða í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn vantaði að ræða hvaða kynni að gerast ef veiran fengi að leika lausum hala um samfélagið. 12.10.2020 13:52
Ástandið versnaði tíu dögum eftir að eins metra reglan tók gildi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að tekið hafi að halla undan fæti viku til tíu dögum eftir að eins metra fjarlægðarreglan tók gildi 7. september. 6.10.2020 18:07
Kári hefði viljað taka landsbyggðina með Kári Stefánsson segir veiruna það dreifða á höfuðborgarsvæðinu að líkur séu á að smituðum fari fjölgandi úti á landi miðað hversu mikil umferð er á milli borgarinnar og landsbyggðarinnar. 6.10.2020 12:17
Boðar hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufarldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. 6.10.2020 11:19
Sóttvarnalæknir getur óskað eftir öllum persónuupplýsingum í baráttu við alvarlega farsótt Það hefur vakið athygli að smitrakningateymið hefur fengið upplýsingar um kortanotkun fólks til að rekja hópsýkingar sem hafa komið upp. 5.10.2020 15:15
Telur meiri áhættu af áhorfendum kappleikja en leiksýninga Segir áhorfendur leiksýninga eldri einstaklinga sem sitji með grímur í númeruðum sætum. Áhorfendur kappleikja séu á meiri hreyfingu og láti frekar í sér heyra. 4.10.2020 20:31
Banaslys við Heydalsveg Karlmaður á sextugsaldri lést eftir að bifreið sem hann var í hafnaði utan vegar við Heydalsveg. 4.10.2020 15:15