Telur meiri áhættu af áhorfendum kappleikja en leiksýninga Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2020 20:31 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur meiri áhættu fólgna í því að leyfa áhorfendur á kappleikjum heldur en í leikhúsum. Í tillögum sóttvarnalæknis um samkomutakmarkanir tilgreinir hann að keppnisíþróttir séu leyfðar með snertingu. Hámarksfjöldi þeirra sem tekur þátt er 50 einstaklingar. Í tillögum sóttvarnalæknis eru áhorfendur ekki leyfðir. Í reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir verður óheimilt að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum innandyra. Utandyra verður þó heimilt að hafa áhorfendur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gestir sitji í númeruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti andlitsgrímu. Í tillögum Þórólfs varðandi sviðslistir er snerting milli leikenda og flytjenda leyfðar. Við viðburði þar sem allir sitja verði gerð krafa um númeruð sæti og nafn gesta verði skráð. Heimilt verði að hafa 100 manns í hólfi og áhorfendur noti grímur. En hvernig rökstyður Þórólfur að leyfa áhorfendur í leikhúsum en ekki á kappleikjum? „Ég rökstyð það þannig að í leikhúsum er ákveðinn hópur fólks. Þetta eru eldri einstaklingar. Áhorfendur verða með grímur og sitja á ákveðnum stöðum. Við gerum kröfu um að fólk sé í númeruðum sætum og við höfum ekki verið að sjá nein smit í tengslum við þessa atburði,“ svarar Þórólfur. Annað mál sé með íþróttirnar. „Við höfum verið að sjá smit tengjast þeim á marga vegu. Ég held að það sé meiri áhætta í því fólgin og á því byggja mínar tillögur,“ segir Þórólfur. Hann segir áhorfendur á kappleikjum séu meira á hreyfingu og láta frekar í sér heyra heldur en þeir sem horfa á leiksýningu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Áhorfendur leyfðir utandyra: Þurfa að vera með grímu Samkvæmt uppfærðu minnisblaði Heilbrigðisráðuneytis verða áhorfendur nú leyfðir á íþróttaviðburðum utandyra. 4. október 2020 19:15 Alþingi verður undanskilið fjöldatakmörkunum Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi þar sem finna má undanþágur frá 20 manna samkomutakmarki. 4. október 2020 18:57 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur meiri áhættu fólgna í því að leyfa áhorfendur á kappleikjum heldur en í leikhúsum. Í tillögum sóttvarnalæknis um samkomutakmarkanir tilgreinir hann að keppnisíþróttir séu leyfðar með snertingu. Hámarksfjöldi þeirra sem tekur þátt er 50 einstaklingar. Í tillögum sóttvarnalæknis eru áhorfendur ekki leyfðir. Í reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir verður óheimilt að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum innandyra. Utandyra verður þó heimilt að hafa áhorfendur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gestir sitji í númeruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti andlitsgrímu. Í tillögum Þórólfs varðandi sviðslistir er snerting milli leikenda og flytjenda leyfðar. Við viðburði þar sem allir sitja verði gerð krafa um númeruð sæti og nafn gesta verði skráð. Heimilt verði að hafa 100 manns í hólfi og áhorfendur noti grímur. En hvernig rökstyður Þórólfur að leyfa áhorfendur í leikhúsum en ekki á kappleikjum? „Ég rökstyð það þannig að í leikhúsum er ákveðinn hópur fólks. Þetta eru eldri einstaklingar. Áhorfendur verða með grímur og sitja á ákveðnum stöðum. Við gerum kröfu um að fólk sé í númeruðum sætum og við höfum ekki verið að sjá nein smit í tengslum við þessa atburði,“ svarar Þórólfur. Annað mál sé með íþróttirnar. „Við höfum verið að sjá smit tengjast þeim á marga vegu. Ég held að það sé meiri áhætta í því fólgin og á því byggja mínar tillögur,“ segir Þórólfur. Hann segir áhorfendur á kappleikjum séu meira á hreyfingu og láta frekar í sér heyra heldur en þeir sem horfa á leiksýningu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Áhorfendur leyfðir utandyra: Þurfa að vera með grímu Samkvæmt uppfærðu minnisblaði Heilbrigðisráðuneytis verða áhorfendur nú leyfðir á íþróttaviðburðum utandyra. 4. október 2020 19:15 Alþingi verður undanskilið fjöldatakmörkunum Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi þar sem finna má undanþágur frá 20 manna samkomutakmarki. 4. október 2020 18:57 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Áhorfendur leyfðir utandyra: Þurfa að vera með grímu Samkvæmt uppfærðu minnisblaði Heilbrigðisráðuneytis verða áhorfendur nú leyfðir á íþróttaviðburðum utandyra. 4. október 2020 19:15
Alþingi verður undanskilið fjöldatakmörkunum Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi þar sem finna má undanþágur frá 20 manna samkomutakmarki. 4. október 2020 18:57