Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sprenging í fíkni­efna­inn­flutningi í gegnum Nor­rænu

Stórfelld fíkniefnamál í tengslum við komu Norrænu á Seyðisfirði eru orðin jafn mörg og samanlagður málafjöldi síðustu fimm árin þar á undan. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir öll málin talin tengjast skipulagri brotastarfsemi. Þróunin sé áhyggjuefni.

Treystir á að Norður­ál borgi

Forstjóri Orkuveitunnar segir hegðun Norðuráls mikil vonbrigði en fyrirtækið hefur sagst ekki ætla að greiða fyrir orku sem það nýtti ekki eftir bilanir á Grundartanga. Bæði hann og borgarstjóri ætlast þó til þess að Norðurál greiði á endanum. 

Inn­flutningur á stór­hættu­legu efni eykst og gremja vegna bílastæða

Aldrei hefur verið lagt hald á eins mikið magn örvandi fíkniefna á Keflavíkurflugvelli og í ár. Þá hafa stórfelld fíkniefnamál á flugvellinum aldrei verið fleiri. Neysla á nýju og afar hættulegu efni virðist færast í aukana. Yfirlögfræðingur Lögreglunnar á Suðurnesjum segir þetta benda til gríðarlegs framboðs og eftirspurnar.

„Við verðum að hafa þetta betur niðurnjör­vað“

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir málefnum fatlaðra sinnt vel hjá sveitarfélögunum þrátt fyrir að einhver þeirra skorti stefnu í málaflokknum. Það sé þó mikilvægt fyrir þau að bregðast við skýrslu sem sýnir að rúmlega helmingur sveitarfélaga sé stefnulaus. 

Ungu fólki í endur­hæfingu vegna of­fitu fjölgar

Læknir segir gríðarlega mikilvægt að bregðast sem fyrst við glími börn við offitu. Ungt fólk þarf í auknu mæli á endurhæfingu að halda vegna offitu sem börn. Algengara er að börn á landsbyggðinni glími við sjúkdóminn. 

Börn sækist í bækur á ensku

Mikilvægt er að efla útgáfu íslenskra barna bóka að mati bókasafnsfræðings sem hlaut í dag verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem veitt voru í tilefni af degi íslenskrar tungu. Börn leiti í auknu mæli í lesefni á ensku og bregðast þurfi við.

Minntust þeirra sem hafa látist í um­ferðinni

Faðir sem missti son sinn í bílslysi segir skelfilegt að heyra að bílbeltanotkun meðal ungs fólks sé að dragast saman. Lögreglumaður sem á líf sitt bílbeltinu að þakka hvetur alla til að muna eftir beltinu.

„Unga fólkið okkar er um­kringt efni á ensku“

Fyrrverandi forsætisráðherra segir íslenska tungu geta horfið á einni kynslóð vegna tilkomu gervigreindarinnar og áhrifa enskrar tungu. Það hafi aldrei verið mikilvægara fyrir foreldra að halda íslensku efni að börnum sínum. 

Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu

Lögreglumaður sem telur að bílbelti hafi bjargað lífi sínu og bróður hans fyrir hálfum öðrum áratug þegar þeir lentu í hörðum árekstri. Vísbendingar eru um að tíu til fimmtán prósent ökumanna hér á landi eigi það til að sleppa því að nota belti. Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er haldinn í dag.

Sjá meira